Fimmtudaginn 9. janúar hófst þriggjakvölda butlertvímenningur með þáttöku 12 para. Eftir fyrsta kvöldið eru þeir Brynjólfur og Helgi efstir þrátt fyrir að smá brekku í síðustu umferðinni.
Annað kvöldið af þremur í Janúar-Monrad Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Kristján Björn Snorrason og Ásmundur Örnólfsson urðu efstir og eru með 10 prósenta förystu á næsta par í samanlagðri stöðu.
Eins og undanfarin ár hefjum við Rangæingar vorvertíðina á TOPP16 einmenningnum. Í honum fá þátttökurétt 16 bronsstigahæstu spilarar félagsins veturinn áður.
Suðurlandsmótið í sveitakeppni árið 2014 verður haldið í Selinu á Selfossi laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar nk. Spilað verður í Selinu á Íþróttarvallasvæðinu, og rennur skráningarfrestur út á hádegi fimmtudaginn 9. janúar.
Gleðilegt árið! Á nýju ári eru nokkur mót á dagskrá og fyrsta er þriðjudaginn 7.janúar sem er eins kvölds Nýárstvímenningur. Því næst eru tvö sveitakeppnismót: Akureyrarmótið í sveitakeppni á þriðjudögum og Svæðamót Norðurlands eystra í sveitakeppni helgina 11.-12.jan.
Úrslit
Þriggja kvölda Monrad-tvímenningur hófst hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Nítján pör mættu en þau pör sem ekki komust í kvöld geta koið inn næsta fimmtudag þar sem tvö bestu kvöldin af þremur gilda til verðlauna.
HSK mótið í tvímenningi 2014 var haldið 2. janúar á Selfossi. Það var húsfyllir í Selinu, eða 19 pör sem mættu til leiks. Eftir æsispennandi baráttu þá enduðu Ómar Olgeirsson og Gunnar Björn Helgason efstir með 414 stig.
Örvar og Ómar sigruðu minningamót BR með miklu yfirburðum. 5% meira en næsta par.
SKRÁNINGARLISTI - stutt í að mótið fyllist...
Í dag var keppt um væna flugelda á Akureyri í mjög jöfnu og skemmtilegu móti. Það voru tvö pör jöfn og efst en Pétur Guðjónsson og Sigurbjörn Haraldsson unnu eftir að hafa haft þá Gylfa Pálsson og Helga Steinsson í innbyrðis viðureign.
Laugardaginn 28. desember komu Rangæingar saman í golfskálanum á Strönd til að spila sitt árlega jólamót. 14 pör mættu til leiks þ.á.m.
Eftir harða keppni, þá sigruður Hrannar Erlingsson og Runólfur Jónsson jólamót BR 2013.
Rétt að minna á að jólamót félagsins hefst kl. 11,00, laugardaginn 28. desember. Spilað er í golfskálanum á Strönd og spilastaður með fegurra útsýni finnst tæpast á Íslandi.
Jólamót Bridgefélgs Hafnarfjarðar Verður haldið að Flatahrauni 3a, Hafnarfirði, þann 28.12.2013 og hefst klukkan 13:00 . Keppnisgjald er 8.000 fyrir parið.
Keppnisstjóri biðst afsökunar á að hafa gleymt að færa inn uppbótarstig fyrir Aðalsveitakeppnina en þau eru nú komin rétt á heimasíðuna. Eiður Mar Júlíusson vann sér inn flest bronsstig hjá Bridgefélagi Kópavogs á nýlokinni haustvertið eða 230 stig alls.
Kristján Már varð hlutskarpastur í jólaeinmenningi félagsins þetta árið og hlaut að launum sérstaklega girnilegt hangilæri frá Krás. Næstur á eftir honum kom Brynjólfur Gestsson.
HSK mót í bridds 2014 HSK mótið í tvímenningi verður haldið í Selinu á Selfossi fimmtudaginn 2. janúar nk. kl. 18:00. Spilaðar verða 11 umferðir með 4 spilum á milli para, Monrad röðun, alls 44 spil.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar