Bridgefélag Selfoss: Aðalsveitakeppnin farin af stað

föstudagur, 7. febrúar 2014

Aðalsveitakeppni félagsins hófst 6. febrúar sl. Það eru 6 sveitir sem taka þátt í mótinu og raðaði keppnisstjóri í sveitirnar á þann hátt að tekin var bronsstigaskorun spilara hjá félaginu á hausttímabilinu og fundið út meðalstigaskorun parsins. Pörunum síðan raðað eftir því og efsta parið fékk neðsta parið með sér og svo koll af kolli.

Eftir eina umferð er sveitin Kristján-Siggi-Kalli-Össur efst með 14,48 stig, í öðru sæti er sveitin Óli-Þröstur-Siggi-Siggi með 12,18 stig og í þriðja sæti er sveitin Billi-Helgi-Ari-Þórdís með 10,24 stig. Efstir í butler eru Magnús Guðmundsson og Gísli Hauksson með 0,65 impa en á hæla þeim koma Kristján Már Gunnarsson og Sigurður Vilhjálmsson með 0,60 impa. Spilaðir eru 28 spila leikir í 2 hálfleikjum. Nánar um úrslit, spilagjöf, butler og skorkort para á þessari síðu.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar