Sunnudaginn 28. desember höldum við Rangæingar okkar árlega jólamót. Spilað verður í golfskálanum á Strönd í fallegasta umhverfi sem spilað er í á Íslandi og þó víðar væri leitað.
Bridgefélag Kópavogs óskar öllum bridgespilurum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ár og þökkum öllum þeim er spiluðu hjá okkur á árinu fyrir skemmtilegar stundir.
http://www.bridge.is/meistarastig/midvikudagsklubburinn/20142015/2014-12-19.
Afmælismót Jóns Baldurssonar verður haldið föstudaginn 19. des, sjá allt um mótið hér! Veitt verða sérstök verðlaun fyrir efstu pör með jólasveinahúfu! SKRÁNING á bridge@bridge.
Jólaeinmenningi félagsins er lokið og hlutskarpastur varð Sigfinnur Snorrason sem leysti Sigurð Reyni af. Á eftir honum varð svo Toni Hartmanns. Þetta var síðasta mót félagsins á þessu ári.
Jólatvímenningur Bridgefélags Kópavogs var haldinn í kvöld. Öll úrslit hér.
Sl. þriðjudag komu spilarar í Rangárþingi saman á heimavelli sínum að Heimalandi undir V-Eyjafjöllum. Svo bar til um þessar mundir að engin kona mætti til leiks og þótti mörgum það miður.
Hinn árlegi jólasveinatvímanningur Bridgefélags Hafnarfjarðar verður haldinn í kvöld 14.12.2014. Eins og í fyrra er betri borgurum boðin. Kökur og rjómasúkkulaði í boði félagsins.
Fyrsta kvöldið af tveimur í jóleinmenningi félgasins fór fram s.l. fimmtudag. Eitthvað virðast menn vera farnir að huga að jólum því mætingin var í dapara lagi.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk nú í kvöld með öruggum sigri sveitar Matthíasar Þorvaldssonar sem lauk keppni með 74 stigum meira en næsta sveit.
Sl. þriðjudagskvöld komu menn og konur úr Rangárþingi saman að Heimalandi, heimavelli okkar Rangæinga, til að leika 5. og síðustu umferð í BUTLER-keppni félagsins.
Miðvikudagsklúbburinn og Halldór Þorvaldsson halda upp á 50 ára afmæli Halldórs Þorvaldssonar með afmælis silfurstigamóti miðvikudaginn 17. desember.
Lokastaðan i Aðaltvímenninig BR 1) Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson = 2506 stig 2) Snorri Karlsson og Þorlákur Jónsson = 2300 stig 3) Björn Eysteinsson og Hermann Friðriksson = 2297 stig Sjá nánar á heimasíðu BR
Eftir mikla baráttu stöðu þeir Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Vilhjálmsson uppi sem sigurvegara í aðaltvímenningi félagsins. Næstir á eftir þeim voru Hartmannsbræður.
Nú þegar ein umferð er eftir af Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hefur Sveit Matthíasar Þorvaldssonar tryggt sér sigurinn með 190,10 stig og hefur 40 stiga forystu þegar aðeins eru 20 stig í pottinum.
Sl. þriðjudag kom saman hópur fríðleiksfólks úr Rangárþingi til að leika 4. umferð af 5 í BUTLER-keppni félagsins.
Aðalsveitakeppni BH byrjar í kvöld 1. desember. Fjöldi spilakvölda fer eftir þátttöku.
Þá er lokið þremur kvöldum af fjórum í aðaltvímenningi félagsins. Efstir þetta kvöld urðu þeir Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Vilhjálmsson, í hæla þeirra nörtuðu svo bræðurnir Anton og pétur.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar hefst í kvöld. Skráning á spilastað.
Þann 28.nóvember var hið stórskemmtilega jólamót Við Höfnina á Dalvík sem Gústi stendur fyrir. Mætingin var mjög góð eða 18 pör. Margir spilarar fóru út með fangið fullt af skinkum og konfekti en sigurvegarar urðu Stefán Sveinbjörnsson og Jón Tryggvi.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar