Rangæingar -- "Loksins komst hún Stína í stuð"

laugardagur, 7. febrúar 2015

Sl þriðjudagskvöld var leikin 4. umferðin í sveitakeppni félagsins.   Varmahlíðarvinir unnu ekki eins stóran sigur og oftast áður, enda gyrtu Grundargæjar sig í brók í síðari hálfleik, eftir afleitan fyrri hálfleik.   Keppnin er því enn á góðu lífi. 

Hirðskáldinu fannst ekki mikil tíðindi í þessu sigri Varmahlíðarvina en veitti góðum sigri Tómthúsfólksins þess meiri athygli:

 Uppskorið var eftir puð,

enginn harmagrátur.

Loksins komst hún Stína í stuð

og Stjáni fylgdi kátur.

Úrslit og stöðu í sveitakeppninni má sjá hér     Úrslit og spil fyrri hálfleiks hér og þess seinni hér    Staðan í Butlernum að loknum þremur umferðum er svo hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar