Rangæingar -- "Illa börðu Ægissíðumenn"

miðvikudagur, 18. febrúar 2015

Sl. þriðjudagskvöld komu spilarar úr Rangárþingi enn saman að Heimalandi undir V-Eyjafjöllum, á heimavelli okkar Rangæinga.   Tilefnið nú var 6. og næstsíðasta umferðin í sveitakeppni félagsins.    Þau merku tíðindi urðu að Varmahlíðarvinir töpuðu loks leik þegar þeir lágu fyrir Moldnúpsmönnum.  Á sama tíma unnu Grundargæjar og Dalsdrengir sína leiki og nálguðust því Varmahlíðarvini heldur, og eins og vertinn í Moldnúpi man svo vel frá í fyrra, þá getur allt gerst í síðustu umferð.  

Skáldið hefur fylgst vel með góðu gengi Varmahlíðarvina og dáðst að þeim í ræðu og riti.   Honum fannst þeir fara illa að ráði sínum og bregðast sér, og öðrum aðdáendum, með slökum leik.   Af því tilefni mælti skáldið: 

Þeir sem báru oft af oss,

enda var þá gaman,

ventu núna kvæði í kross

og klúðruðu öllu saman.

Þó skáldið sé einkar hógvært að upplagi og eðlisvarkárt í meira lagi, fór gott eigið gengi þetta kvöld ekki framhjá honum.    Mætti ákveðinn til leiks og hafði þetta að segja að leikslokum um vestfirskar kveðjur sinna manna:

Eins þó hækki sólin senn,

sagnir gerast villtar.

Illa börðu Ægissíðumenn,

óðir Grundarpiltar.

Úrslit og stöðu í sveitakeppninni má sjá hér.   Butler og spil úr fyrri hálfleik hér og þeim seinni hér.   Staðan í Butlernum er svo hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar