Rangæingar -- Vinahót

miðvikudagur, 21. janúar 2015

Og sveiitakeppnin heldur áfram.  Í gærkvöldi var leikin önnur umferð.  Sýslumannsfrúin í Varmahlíð og aðrir Varmahlíðarvinir voru ekkert sérlega vinalegir við andstæðinga sína, Dalsdrengina, í gær.  Tóku Dalsdrengina á annað hnéð og flengdu og settust í leiðinni sjálfir á toppinn en skildu við Dalsdrengina á botninum.

Bæði pör Varmahlíðarvina áttu afar góðan leik og urðu í 1. og 3. sæti Butlersins.    Aðrir leikir fóru að ósk spilastjóra, því sem næst jafntefli.   Dalsdrengir eru hér með farnir í æfingabúðir en eru væntanlegir tvíefldir til leiks í næstu viku.

Úrslit og spil í fyrri hálfleik má sjá hér og í þeim seinni hér.   Úrslit og stöðuna í sveitakeppninni má sjá hér og stöðuna í Butlernum hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar