Einmenningsmót BR fyrir bronsstigahæstu spilara BR í vetur fór fram þriðjudaginn 16.maí. Veglegt gjafabréf frá Heimsferðum fyrir sigurvegarann!! Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigahæsta spilara vetrarins, efstu konuna og yngri spilarann.
Jón Stefánsson og Mangús Sverrisson skutust í efsta sætið í lokaumferðinni og unnu sér inn gjafabréf á veitingastaðinn Lauga-Ás. Ísak Örn Sigurðsson og Halldóra Magnúsdóttir voru í 2. og fengu þau gjafakörfu frá SS sem og Rúnar Gunnarsson og Hermann Friðriksson sem voru dregnir út af handahófi.
Rúnar Gunnarsson og Hermann Friðriksson toppuðu á réttum tíma í Mánudagsklúbbnum og unnu sér inn gjafakörfu frá SS. Þeir enduðu 2 stigum fyrir ofan Óttar og Ara með +26 sem jafngildir 59.3% skori.
Kjördæmamótið 2006 verður haldið á Akureyri 20.-21.maí næstkomandi. Spilað verður í nýjum sal Brekkuskóla, Laugargötu (við hliðina á Sundlaug Akureyrar).
Þóranna Pálsdóttir og Ragna Briem voru funheitar eftir Landsliðkeppni kvenna og unnu spilakvöld Mánudagsklúbbsins 24. apríl með glæsilegu skori, 64,1%.
Halldórsmót B.A. spennandi Síðastliðinn þriðjudag var spilað annað kvöldið af þremur í Board-a-Match sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar.
Aðaltvímenningur BR hefst í kvöld kl. 19:00 - 4 kvölda mót Skráning á keppnisstjori@bridgefelag.is Veitt verða peningaverðlaun í þessu móti! Minnt er á einmenningsmót þriðjudaginn 16.maí fyrir 24 bronsstigahæstu spilara BR í vetur.
Halldórsmót hafið Síðasta stóra mót vetrarins er hafið hjá Bridgefélagi Akureyrar en það er Halldórsmótið í sveitakeppni. Fyrirkomulagið er Board-a-Match þar sem impar eru þó líka taldir til tekna að hluta.
16 pör spiluðu Monrad Barómeter í Mánudagsklúbbnum. Helgi Bogason og Vignir Hauksson unnu sér inn gjafakörfu frá SS með glæsilegu skori, 65,3%. Jón Stefánsson og Magnús Sverrisson voru í 2. sæti með 56,4% og fengu gjafakort í kaffisölu BSÍ.
Alfreðsmóti B.A. er lokið Mótið er impatvímenningur þar sem fólk á einnig sína "sveitarfélaga". Síðasta kvöldið var lítið heildarskor þrátt fyrir sveifluspil: 1. Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson +14 2. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson +13 3. Gissur Gissurarson - Gissur Jónasson +5 Heildarstaðan breyttist því lítið: 1. Frímann Stefánsson - Björn Þorláksson +89 2. Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson +69 3. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson +59 4. Grétar Örlygsson - Haukur Harðarsson - Sigurður Erlingsson +31 5. Jón Sverrisson - Una Sveinsdóttir +30 Efsta sveitin var skipuð Birni og Frímanni ásamt Kára Gíslasyni og Sigfúsi Hreiðarssyni.
Ari og Óttar drógu hærra spil og fengu hamborgaraveislu á American Style í verðlaun. Gabríel og Adam fengu svoleiðis líka þegar aukavinningar voru dregnir út og Elva og Hrefna fengu sinnhvorn klukkutímann á Snóker og Pool.
Aðalsveitakeppni BR lauk nú í kvöld með sigri sveitar Ferðaskrifstofu Vesturlands.
Ari Már Arason og Óttar Ingi Oddsson unnu einskvölds tvímenning í Mánudagsklúbbnum 27. mars. Þeir fengu 61,5% skor og unnu sér inn matarkörfu frá SS. Gunnar Birgisson og Unnar Atli Guðmundsson fengu kaffikort fyrir 2. sætið.
Jóhann og Guðjón náðu 70,0% skori á Pizzakvöldi yngri spilara. Þeir enduðu 2 stigum á undan Elvu og Hrefnu sem voru í 2. sæti með 68,9% skor !! Ekki amalegt skor hjá þessum 2 pörum.
16 pör tóku þátt í svæðamóti Norðurlands vestra í tvímenningi á Siglufirði sl. sunnudag, 19. mars. Spiluð voru 60 spil undir öruggri handleiðslu þeirra bræðra Ólafs og Birkis Jónssona.
Það er skemmst frá að segja að þrjú aðkomuparanna skáru sig nokkuð úr og hrepptu efstu sætin og jafnframt urðu aðkomumenn í fimmta, sjöunda og tíunda sæti.
Reykjanesmótið í tvimenningi 2006 fór fram laugardaginn 18. mars og tóku 20 pör þátt.
Óttar Ingi Oddsson og Kristinn Þórisson unnu 29 para tvímenning í Mánudagsklúbbnum. Þeir náðu glæsilegu skori 62.8%. Þeir unnu sér inn glæsilega gjafakörfu frá SS.
Gabríel Gíslason og Guðlaugur Sveinsson gerður sér lítið fyrir og unnu Föstudagsbridge BR 17. mars með 61.9% skor. Þetta er sérstaklega merkilegt þegar tekið er tillit til aldurs Gabríels and hann er bara 13 ára.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar