BR - Eykt á góðu skriði

miðvikudagur, 25. október 2006

Eftir 2 kvöld af 3 í Swiss monrad sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er Eykt með góða forystu en sveitin skoraði 29 stig af 32 mögulegum á öðru spilakvöldinu. Garðar og vélar kemur næst en langt er niður í þriðja sætið. Svo gæti farið síðasta kvöldið að þessar sveitir mætist nokkrum sinnum því spilaður verður danskur monrad það kvöld. Staða efstu sveita er þannig:

1. Eykt                                    52
2. Garðar og vélar                  47
3. Garðsapótek                       38
3. Sölufélag garðyrkjumanna  38
5. Undirföt.is                           36
6. Hlín                                      35

Í bötlerútreikningi para eru Haukur Ingason og Jón Þorvarðarson efstir með 1,45 impa í spili. Af þeim sem spilað hafa bæði kvöldin eru Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson efstir með 1,14 impa í spili.

Minnt er á þriggja kvölda hraðsveitakeppni sem hefst 7. nóvember. Eins kvölds tvímenningar á föstudagskvöldum. Spilað í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 19:00. Allir velkomnir. Nánar á bridge.is/br

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar