Miðvikudagsklúbburinn: Páll og Ómar skelltu sér á toppinn í lokin og unnu sér inn gjafabréf á Lauga-Ás

fimmtudagur, 26. október 2006

Það var fín mæting hjá Miðvikudagsklúbbnum 25. október. 20 pör spiluðu Monrad Barometer, og var notast við BridgeMate við útreikning.

Páll Þórsson og Ómar Olgeirsson sigruðu með 61,1% skor og fengu gjafabréf á Lauga-Ás fyrir 4.

2. sætið kom í hlut Geirlaugar Magnúsdóttur og Torfa Axelssonar sem hrepptu 2 konfektkassa og sælgæti.

Guðný Guðjónsdóttir og Hanna Friðriksdóttir voru dregnar út að lokinni verðlauna afhendingu og fengu sælgætisblöndu frá O.Johnsen og Kaaber og SS.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar