Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í Greifamóti B.A., sem er impatvímenningur, en 3 pör hafa tekið nokkuð afgerandi forystu. Reynir og Frímann leiða eftir +27 impa í viðureign við Óskar Nafnleyndar.
Staðan eftir fyrsta kvöld af þremur í Swiss monrad sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er þannig: 1. Garðar og vélar 28 2. Eykt 23 3. Undirfot.
Næstkomandi mánudag 23.október hefst tveggja kvölda hraðsveitakeppni. Aðstoðað við myndun sveita á staðnum. Lokið er hinu árlega A-Hansen tvímenningsmóti sem var 3-ja kvölda barómeter.
Esther Jakobsdóttir og Dóra Axelsdóttir eru Íslandsmeistarar kvenna í tvímenning 2006. Þær höfðu forystu allan seinni hlutann í mótinu og unnu með næstum 4% forskot á 2. sætið.
Annað kvödið í Málarabutlernum var spilað fimmtudagskvöldið 12. október. Síðasta kvöldið verður síðan spilað 19. október. Staðan eftir 2. kvöldið er þessi: Röð Par Stig 1. Björn Snorrason - Guðjón Einarsson 126 2. Ólafur Steinason - Runólfur Þór Jónsson 80 3. Þröstur Árnason - Ríkharður Sverrisson 57 4. Kristján Már Gunnarsson - Helgi Grétar Helgason 55 5. Gísli Þórarinsson/Sigurður Vilhjálmsson - Grímur Magnússon 30 6. Garðar Garðarsson - Gunnar Þórðarson 12 7. Guðmundur Þór Gunnarsson - Þórður Sigurðsson 9 8. Birgir Pálsson - Sigurður Magnússon -13 9. Brynjólfur Gestsson/Guðmundur Theodórsson - Helgi Hermannsson -14 10. Gunnar Björn Helgason - Sigfinnur Snorrason -19 11. Örn Guðjónsson - Kjartan Kjartansson -32 12. Gísli Hauksson - Magnús Guðmundsson -35 13. Anton Hartmannsson - Pétur Hartmannsson -44 14. Hörður Thorarensen - Guðmundur Sæmundsson -48 15. Símon G.
Stjórnarfundur Bridgesamband Íslands Fundur var haldin fimmtudaginn 12 október 2006. Kl. 17:30 - 19:15 Mættir voru Guðmundur Baldursson, Ísak Örn Sigurðsson, Helgi Bogason, Halldóra Magnúsdóttir, Sveinn Eiríksson, Páll Þórsson, Svala Kristín Pálsdóttir, Kristján Blöndal og Ómar Olgeirsson.
Hrund Einarsdóttir og Vilhjálmur Sigurðsson JR unnu öruggan sigur á spilakvöldi Miðvikudagsklúbbsins. Þau enduðu með 69,1% skor, sem var 11,6% hærra en 2. sætið sem Andrés Þórarinsson og Halldór Þórólfsson enduðu í.
Landsmeistarar 10 efstu þjóðanna á Evrópumótinu etja kappi Róm á Ítalu. Champions Cup byrjar fimmtudaginn 12. október og klárast á sunnudag, 15.október.
Þriggja kvölda bötlertvímenningi BR lauk þriðjudaginn 10.október. Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson settu í fluggír síðasta kvöldið en þeir byrjuðu kvöldið í 6.sæti.
Hið sívinsæla Greifamót B.A. er hafið en það er þriggja kvölda impatvímenningur. Verðlaunahafar munu fá að skreppa út á borða á Greifann, eitt vinsælasta veitingahús norðan Holtavörðuheiðar svo til mikils er að vinna! Enda komu spilarar allt frá Dalvík til Mývatns.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar