REYKJAVÍKURMÓT Í TVÍMENNINGI

mánudagur, 5. mars 2007

Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður spilað laugardaginn 10. mars. Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson og keppnisgjald 4.000 krónur á parið. Spilað verður að Síðumúla 37, húsnæði Bridgesambands Íslands. Í keppnisreglugerð segir að spila þurfi a.m.k. 60 spil. Spilaform fer eftir þátttöku. Spilamennska hefst klukkan 11:00 og verður lokið um klukkan 20:00 en lok fara eftir þátttökufjölda. Samkvæmt reglum, sem ákveðnar voru á síðasta ársþingi, eiga ¾ úr efsta hlutanum, rétt til þess að spila í úrslitakeppni Íslandsmótsins í tvímenning. Pari er leyft að keppa um réttinn til að spila í úrslitum á fleiri en einu svæði og er það breyting frá fyrri reglum. Skráning á vefsíðu BSÍ eða í síma BSÍ, 587 9360. Skráningarfrestur til klukkan 10:00 á laugardagsmorgun 10. mars.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar