34 pör mættu til leiks hjá Miðvikudagsklúbbnum og stóðu Guðmundur Baldursson og Steinberg Ríkarðsson uppi sem sigurvegarar með rétt rúmlega 64%. Öll úrslit og spil: http://www.
Sl. þriðjudag lékum við Rangæingar 2. umferð í sveitakeppninni. Litli Jón og hans menn tóku Bangsímon drengina til bæna. Af úrslitum leiksins er ljóst að Bangsímonarnir kunnu engar bænir fyrir og lærðu fáar.
Annað kvöldið af fjórum í Patton sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Sveit JE Skjanna er með eins stigs forystu á sveit Hótels Hamars en svo eru yfir 30 stig í næstu sveitir þar á eftir.
Suðurlsndsmótinu í sveitakeppni lauk nú fyrir stundi með öruggum sigri TM Selfossi sem vann alla sína leiki nokkuð örugglega. Upp kom meinleg meinloka hjá skipuleggjendum mótsins þegar uppgötvaðist að 7x17 eru aðeins 119. Því var bætt við átjánda spilinu í síðustu umferðinni.
Árið fer vel af stað hjá félaginu, alls mættu 12 pör til leiks og stefnir í spennandi mót. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudag. Menn eru beðnir um að fara vel yfir sitt skor, því handskrá þurfti skorið.
Annað kvöldið af þremur í Monradtvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson urðu efstir í kvöld með 60,8% skor og eru einnig efstir samanlagt með 119,1 stig, sem er samanlögð prósentustig beggja kvölda.
Sl. þriðjudag hófum við Rangæingar sveitakeppni félagsins með þátttöku 7 sveita. Um árabil höfum við haft þann háttinn á að spilastjóri raðar í sveitir með það að markmiði að gera sveitakeppnina sem jafnasta.
Landsliðsnefnd hefur valið lið Íslands til að keppa á EM í Ostende í Belgíu 9-16.júní 2018 Það eru: Jón Baldursson - Sigubjörn Haraldsson Ómar Olgeirsson - Ragnar Magnússon Aðalsteinn Jörgensen - Matthías G.
Fyrsta kvöldið af fjórum í Patton-sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Tólf sveitir mættu tuil leiks og er sveit Hótels Hamars með nauma forystu.
Suðurlandsmótið í sveitakeppni fer fram helgina 13-14 janúar, sem er jú NÆSTA HELGI. Líkleg staðsetning er Hvolsvöllur. Byrjað verður kl. 10:00 báða daga og spilað einni umferð meira á laugardegi en sunnudegi.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar