Registration (reykjavikbridgefestival.
Það er mikil spenna hver verður stigameistari 2022. Aðalsteinn Jörgensen stökk upp í þriðja sæti með góðum árangri á jólamóti BH í gær. Ennþá eiga eftir að koma stig frá nokkrum félögum, auk þess sem jólamót BR er á morgun sem gefur vel fyrir efstu sætin.
Skráningar hafa gengið mjög vel í jólamótunum þetta árið, Uppselt er í jólamót BR sem haldið er á föstudag klukkan 17.00 og búið að loka fyrir skráningu.
Inda Hrönn Björnsdóttir var á stjórnarfundi í dag ráðin landsliðseinvaldur í unglingaflokki. Stefnan er að vera með afrekshóp í þjálfun frá mars 2023 og stefnt að því að taka þátt í Noðurlandamótinu 2025 í ungmennaflokkum.
Nú er verið að slá inn síðustu mótin á árinu, ekki er búið að slá inn bronsstig hjá neinu félagi fyrir haustið. Vonandi skila öll félög inn stigum fyrir áramót svo listinn fyrir 2022 verði réttur.
Gummi Palli verður með námskeið um úrspilið sem hefst 25.janúar. Skráning á bridge@bridge.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Bridgesambandið hafa farið í samstarf um kennslu á Bridge. FMOS hefur sett inn á námskrá 3e og 5e nám í bridge. Mun Bridgesambandið sjá um kennslu miðlægt og er unnið að því að fá fleiri framhaldsskóla til að bjóða upp á þetta nám í sinni námskrá og taka þátt í miðlæga náminu.
Sveit Ljósbrár vann nokkuð öruggan sigur á Íslandsmótinu í parasveitakeppni sem var spilað um helgina. En í þremur efstu sætunum urðu. Rank Team VP Name Roster 1 12 96.60 Ljósbrá Ljósbrá Baldursdóttir - Matthías Þorvaldsson - Hjördís Sigurjónsdóttir - Kristján Blöndal 2 5 87.16 Embla Dagbjört Hannesdóttir - Birkir Jón Jónsson - Svala K Pálsdóttir - Aðalsteinn Jörgensen 3 16 83.
Sveit Ljósbrár leiðir Íslandsmótið í parasveitakeppni eftir 4 umferðir af 7 með 62.35 stig. Ljósbrá vann Tekt ehf í lokaleik dagsins og hefur tryggt sér tæplega 5 vinningsstiga forystu.
Skráning hér
Það var alvöru úrslitaleikur milli InfoCapital og Grant Thornton í 1.deild í gær. Grant Thornton byrjaði með 16 impa í carryover vegna sigur gegn InfoCapital í riðlakeppninni.
Það er gríðarlega spenna í úrslitaleik 1.deildar milli Grant Thornton og Info Capital. InfoCapital vann þriðju lotu 38-35 og er því staðan 104-99 fyrir InfoCapital fyrir síðustu lotu.
Grant Thornton vann aðra lotu í úrlitaleiknum 28-26. InfoCapital er því yfir 56-66 í hálfleik. Tvær lotur eru eftir að spilamennsku og er spilað í Síðumúla 37. Önnur deildin er spiluð á sama tíma og er staðan þar sú að Doktorinn leiðir mótið með 74,48 stig.
Running score 1.deild http://gogn.bridge.is/bk/2022-11-20.htm Running score 2.
Sveit InfoCapital átti mjög góða fyrstu lotu gegn Grant Thornton í úrslitaleik 1.deildar. Vann InfoCapital lotuna 40-12 en Grant Thornton átti 16 impa frá fyrir Helgi 1.deildar.
Nú er verið að spila undanúrslit í 1.deild. Staðan eftir 2 lotur af 3 er eftirfarandi InfoCapital 77 - Betri Frakkar 38 Grant Thornton 91 - Tick Cad 66 Þarna er ekki tekið tillit til Carryover en þar eiga Betri Frakkar 1 impa og Tick Cad 2 tilgóða.
Það verður mikið fjör í Síðumúla í dag. Núna klukkan 10.00 hefst bæði spilamennska í undanúrslitum í 1.deild sem og 2.deild hefst. Í 1.deild spila í undanúrslitum Grant Thornton-Tick Cad Betri Frakkar- info Capital Sveit Grant Thornton hefur verið nánast óstöðvandi síðasta árið og er til alls líkleg.
Nú liggur fyrir hvernig undanúrslitin verða í 1.deild næsta laugardag. Grant Thornton - Tick Cad (Tick Cad byrjar tveimur impum yfir). Betri Frakkar - InfoCapital (Betri Frakkar byrja hálfum impa yfir).
Sveit Grant Thornton hefur tíma til kvölds að velja sér andstæðing í undanúrslitum í 1.deild sem verða spiluð um næstu helgi. Á sama tíma er spiluð 2.deildin en efstu 4 sveitirnar vinna sér inn rétt í 1.deild á næsta ári.
Skráning
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar