Deildin spiluð í dag

laugardagur, 19. nóvember 2022

Það verður mikið fjör í Síðumúla í dag. Núna klukkan 10.00 hefst bæði spilamennska í undanúrslitum í 1.deild sem og 2.deild hefst.

Í 1.deild spila í undanúrslitum

Grant Thornton-Tick Cad

Betri Frakkar- info Capital

Sveit Grant Thornton hefur verið nánast óstöðvandi síðasta árið og er til alls líkleg. Sveit infoCapital er ógnarsterk og hlýtur að teljast sigurstangleg. Sveit Betri Frakka er einnig með sterka sveit og er líkleg til að berjast um sigurinn.

Í 2.deild mæta 14 sveitir til leiks og verður gaman að sjá hvaða sveitir blanda sér í baráttuna um 4 efstu sætin sem gefa sæti í 1.deild að ári.

Það eru allir velkomnir í Síðumúla 37 í dag til að fylgjast með.   

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar