Sveit infoCapital deildarmeistari

mánudagur, 21. nóvember 2022

Matthias Þorvaldsson tekur við bikar fyrir sigur í 1.deild

Það var alvöru úrslitaleikur milli InfoCapital og Grant Thornton í 1.deild í gær. Grant Thornton byrjaði með 16 impa í carryover vegna sigur gegn InfoCapital í riðlakeppninni. 

infoCapital náði stórum sigri í fyrstu lotu en Grant Thornton náði að saxa á forystu InfoCapital jafnt og þétt. Spennan í fjórðu lotu var mikil. InfoCapital hafði fengið 8 impa í sekt frá keppnisstjóra þar sem einn spilara mætti of seint á keppnisstað. En að lokum náði InfoCapital að tryggja sér sigur 140-128. 

Í 2.deild áttust við 14 sveitir um 4 laus pláss í 1.deild. 

Loka niðurstaðan varð eftirfarandi: 

1 102.03 Doktorinn
2 89.53 Doblaðir stubbar upp í geim!
3 88.88 Kjaran Gólfbúnaður
4 80.63 Sveit Hjálmars S. Pálssonar
5 80.47 Formaðurinn
6 80.28 Rangæingar
7 77.07 SFG
8 73.76 Sveit Gylfa Pálssonar
9 65.12 Strengir
10 56.84 Hekla
11 51.84 Bara gaman
12 45.71 ML sveitin
13 45.39 Aþena
14 42.45 Læðurnar

Það er þó sveit Formannsins sem fer upp í 1.deild þar sem sveit Kjaran gólfbúnaðar hafði þegar tryggt sér sæti í 1.deild og spilaði því sem gestasveit. Rangæingar þurftu þó einungis 0,19 stig til að slá út Formanninn.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar