Annað kvöldið af sjö í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Uppsveitir Kópavogs náðu forystunni með tveimur stórum sigrum.
Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar við mánaðarlanga upphitun. Til leiks mættu 11 pör. Á þessu síðasta upphitunarkvöldi byrjuðum við á því að skokka létt í hús, hlaupa svolítið í spik og enduðum á léttum lyftingum með kaffibolla.
Suðurlandsmót í tvímenningi verður haldið á Stóra Ármóti föstudaginn 1. nóvember. Hefst spilamennska kl 19:00.
Þriðja og síðasta kvöldið í 3ja kvölda sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í Kvöld. Sveit Hótels Hamars hafði yfirburði yfir aðrar sveitir og vann með 142,47 stig sem gerir 15,83 stig í leik.
Nánar upplýsingar síðar
Kristján Már og Gísli sigruðu þriggjakvölda tvímenning sem lauk í kvöld.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hófst í kvöld með tveimur fyrstu umferðunum. Sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur er efst með 34,94 stig. Keppnin stendur til 05. des.
Sl. þriðjudag mættu 8 pör til leiks í Gunnarshólma. "Ég er alltaf góður og þarf ekki nema svona meðalmakker til að gera það gott. Nóg að hann geti sorterað sæmilega og meldi ekki grand á undan mér" sagði Þórður afleysingamaður kátur.
Eftir tvö kvöld af þremur í sveitaskeepni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit Hótels Hamars efst með 89,38 stig.
Impakeppni Matarhjallans lauk í kvöld með öruggum sigri Björns Jónssonar og Þórðar Jónssonar sem fengu 110 impa í plús sem er 34 meira en annað sætið.
Kapparnir og Eyþór og Björn sigruðu annað kvöldið í þriggjakvölda móti.
Sl. þriðjudag máttum við Rangæingar koma heim á Heimaland og vorum ekki hafðir úti eins og þriðjudagskvöldið áður, þegar við leituðum skjóls í Gunnarshólma.
Fyrsta kvöldið í 3ja kvölda Sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Sveitin Amorem Ludum er efst með 49,44 stig af 60 mögulegum.
Fyrsta kvöldið af þremur í suðurgarðstvímenningi var spilað fimmtudagskvöldið 10.október. Enn eru kúbóndinn og vinnumaður hans að gera góða hluti.
Annað kvöldið af þremur í Impakeppni Matarhjallans var spilað í kvöld. Hæsta skori kvöldsins náðu Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson með 45 impa í plús, en efstir samanlagt eru Björn Jónsson og Þórður Jónsson með 78 impa í plús.
Anna Guðlaug Nielsen og Helga Helena Sturlaugsdóttir unnu 36 para tvímenning með tæplega 65% skor.
Sl. þriðjudag hófum við Rangæingar leik, í þetta sinn í Gunnarshólma þar sem félag nútímafimleikamanna var við æfingar á Heimalandi með borða sína og hringi.
Þriðja og síðasta kvöldið í Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Annað kvöldið í röð urðu Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson efstir yfir kvöldið og einnig samanlagt, og eru því Butlermeistarar BR haustið 2019. Næsta þriðjudag byrjar svo 3ja kv.
Veturinn fer vel af stað, 12 pör töku þátt í upphitunartvímenningnum. Áttu kúabóndinn og starfsmaður hans gott start og sigruðu mótið. Spil og úrslit Næsta mót félagsins er þriggja kvölda tvímenningur þar sem 2 bestu kvöldin gilda.
Fyrsta kvöldið af þremur í Impakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson eru efst með 69 impa í plus.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar