Sl. þriðjudag héldum við Rangæingar á Heimaland, enda ekkert óvenjulegt á þriðjudagskvöldi að vetri til. Leikin var 3ja umferð í 5 kvölda Butler.
Fyrsta kvöldið af þremur í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. 11 sveitir mættu til leiks og er sveit Grant Thornton efst með 664 stig sem er 124 yfir meðalskor.
Félagarnir Þórður og Gísli eru langefstir eftir fyrsta kvöld af þremur í aðaltvímenning félagsins Spil og staða
Þegar aðeins eru þrjár umferðir eftir af Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru Mr. Vú og félagar með 20 stiga forystu. Þeir eru með 153 stig en Uppsveitir Kópavogs og Sigurjón Harðar með 133 stig.
Sl. þriðjudag gerðum við Rangæingar okkur ferð á Heimaland. Þar er gott að vera. Erindið var að leika 2. umferð í Butlertvímenningi félagsins.
Hrólfur og Oddur Hjaltasynir voru þéttir í Nóvember-Monrad Bridgefélags Reykjavíkur. Þeir urðu í öðru sæti fyrsta kvöldið og efstir seinni tvö. Þeir urðu líka örugglega efstir samanlag, með 126% samanlagt úr tveimur bestu kvöldunum.
Kapparnir Eyþór og Björn er illviðráðanlegir þessa dagana og unnu þriggja kvölda butler. Næsta mót félagsins er aðaltvímenningurinn sem er þriggjakvölda.
Eftir 8 umferðir af 13 í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er sveitin Mr. Vú efst með 126,26 stig og 10 stiga forskot á Uppsveitir Kópavogs sem eru í öðru sæti.
Spilað var á 20 borðum í Miðvikudagsklúbbnum í kvöld.
Sl. þriðjudag hófumst við Rangæingar handa við að leika 5 kvölda Butlerkeppni. 12 pör mættu til leiks í byrjunarhæðina.
Annað kvöldið af þremur í Nóvember-Monrad Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Besta skori kvöldsins náðu Hrólfur og Oddur Hjaltasynir, 63,5%, og eru einnig efstir samanlagt með 119,5% úr kvöldunum tveimur.
Þeir kappar Eyþór Jónsson og Björn Dúason eru á eldi þessa dagana, eru þeir langefsti eftir 2 kvöld af þremur í butlertvímenningi félagsin.
Þriðja kvöldið í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöd. Sveit Mr. Vú er efst með 96,81 stig og Uppsveitir Kópavogs næstir með 92,10 stig.
Spilað var á 15 borðum í kvöld.
Sl. þriðjudag var komið að fyrsta ölkvöldi vetrarins. Leikinn var barómeter með þátttöku 11 para. Á ölkvöldi verða allir sigurvegarar, þó einstaka par verði ögn meiri sigurvegarar en aðrir.
Spilað var á 8 borðum í Bridgefélagi Reykjavíkur í kvöld, fyrsta kvöldið af þremur í Nóvember-Monrad þar sem 2/3 gilda til verðlauna. Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson urðu langefstir með 66,7% skor.
Stjórn BH ákvað að spila ekki 4 og 11 nóvember sjáumst hress 18 nóvember
Það voru 20 pör sem mættu í suðurlandsmót í tvímenningi að Stóra Ármóti föstudaginn 1. nóv. Sigurvegar urðu þeir Eyþór Jónsson og Björn Dúason.
Úrslit eftir 1. kvöld af þremur í butlertvímenningi félagsin.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar