Ari og Óttar drógu hærra spil og fengu hamborgaraveislu á American Style í verðlaun. Gabríel og Adam fengu svoleiðis líka þegar aukavinningar voru dregnir út og Elva og Hrefna fengu sinnhvorn klukkutímann á Snóker og Pool.
Aðalsveitakeppni BR lauk nú í kvöld með sigri sveitar Ferðaskrifstofu Vesturlands.
Ari Már Arason og Óttar Ingi Oddsson unnu einskvölds tvímenning í Mánudagsklúbbnum 27. mars. Þeir fengu 61,5% skor og unnu sér inn matarkörfu frá SS. Gunnar Birgisson og Unnar Atli Guðmundsson fengu kaffikort fyrir 2. sætið.
Jóhann og Guðjón náðu 70,0% skori á Pizzakvöldi yngri spilara. Þeir enduðu 2 stigum á undan Elvu og Hrefnu sem voru í 2. sæti með 68,9% skor !! Ekki amalegt skor hjá þessum 2 pörum.
16 pör tóku þátt í svæðamóti Norðurlands vestra í tvímenningi á Siglufirði sl. sunnudag, 19. mars. Spiluð voru 60 spil undir öruggri handleiðslu þeirra bræðra Ólafs og Birkis Jónssona.
Það er skemmst frá að segja að þrjú aðkomuparanna skáru sig nokkuð úr og hrepptu efstu sætin og jafnframt urðu aðkomumenn í fimmta, sjöunda og tíunda sæti.
Reykjanesmótið í tvimenningi 2006 fór fram laugardaginn 18. mars og tóku 20 pör þátt.
Óttar Ingi Oddsson og Kristinn Þórisson unnu 29 para tvímenning í Mánudagsklúbbnum. Þeir náðu glæsilegu skori 62.8%. Þeir unnu sér inn glæsilega gjafakörfu frá SS.
Gabríel Gíslason og Guðlaugur Sveinsson gerður sér lítið fyrir og unnu Föstudagsbridge BR 17. mars með 61.9% skor. Þetta er sérstaklega merkilegt þegar tekið er tillit til aldurs Gabríels and hann er bara 13 ára.
Héraðsmót HSÞ í skák verður haldið á fosshóli næsta fimmtudag kl 20:30
Guðmundur og Rúnar drógu um hvort parið endaði ofar og var Guðmundur nokkuð góður með sig þegar Rúnar snéri við spaða 5, en því miður dró Guðmundur spaða 3! Rúnar og Sigurður fengu því glæsilega gjafakörfu frá Kaaber og Ísak og Guðmundur glæsilega gjafakörfu frá SS.
Mótið var haldið 11. mars 2006 í golfskálanum á Strönd. Til leiks mættu 15 pör, og til að uppfylla skilyrði um 60 spiluð spil á hvert par, þá varð að spila 5 spil á milli para, alls 75 spil.
Laugardaginn 11.mars var Svæðamót N-E haldið á Akureyri með þáttöku 17 para en 6 pör fengu rétt til að fara suður. Baráttan og sveiflurnar voru miklar og gríðarleg spenna var þegar lokaumferðin stóð yfir Lokastaðan hjá efstu pörum: 1. Hákon Sigmundson - Kristján Þorsteinsson +84 2. Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson +75 3. Pétur Gíslason - Valmar Väljaots +41 4. Frímann Stefánsson -Reynir Helgason +40 5. Þórólfur Jónasson - Þórir Aðalsteinsson +17 6. Þorsteinn Friðriksson - Rafn Gunnarsson +16 7. Sveinbjörn Sigurðsson - Magnús Magnússon +15 8.-10. Björn Þorláksson - Guðmundur Halldórson +5 8.-10. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson +5 8.-10. Jón Sverrisson - Una Sveinsdóttir +5 Pétur og Jónas hafa gefið upp að þeir þiggi ekki sætið svo a.
Nú er Reykjavíkurmótinu nýlokið með öruggum sigri Aðalsteins og Sverris Sjá úrslit
Verkalýðsfélagið Eining-Iðja, í samvinnu við B.A., stendur fyrir bridgenámskeiði. Það hefst mánudaginn 13.mars og er 4 kvöld. Nú er rétti tíminn fyrir Akureyringa og nærsveitunga að koma sínum vinum og skyldmennum á námskeið! Sjá nánar á ein.
Heilsuhornstvímenning lokið Þriðjudaginn 7.mars var lokakvöldið í Heilsuhornstvímenningi B.A. Heimavöllurinn reyndist sterkur og bættu þeir félagar Hermann í Heilsuhorninu og makker hans Stefán við forystuna og unnu sanngjarnan sigur: 1. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson +57 2. Frímann Stefánsson - Björn Þorláksson +42 3. Haukur Harðarson - Grétar Örlygsson +19 4.-5. Una Sveinsdóttir - Jón Sverrisson +15 4.-5. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson +15 Sunnudaginn 5.mars var reiknað með impasamanburði: 1. Hans Viggó Reisenhus - Jón Sverrisson +41 2. Frímann Stefánsson - Björn Þorláksson +37 3. Víðir Jónsson - Sveinbjörn Sigurðsson +2 Næsta mót er Alfreðsmótið í impatvímenningi sem hefst 14.mars og er það 3 kvöld.
ATH!! Reykjavíkurmótið í tvímenning á laugardaginn kemur, 11.mars. Athugið að svæðamótin eru jafnframt undankeppni fyrir Íslandsmótið í tvímenning, kvóti Reykjavíkur er 20 pör.
Guðrún Jörgensen og Unnar Atli Guðmundsson hrepptu 2. sætið, 1 stigi á eftir bræðrunum og 2 stigum á undan Guðlaugi Sveinssyni og Jóni Stefánssyni.
Samantekt á meistarastigum ársins 2005, topplistar og nálalista má finna hér Tengill vinstra megin á síðunni...
15 pör mættu á spilakvöld hjá Bridgefélagi yngri spilara 1. mars. Heimir Hálfdánarson kom með spilara sem hann hefur verið að kenna bridge í Menntaskólanum í Kópavogi.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar