Svæðamót Norðurlands vestra í tvímenningi

miðvikudagur, 22. mars 2006


16 pör tóku þátt í svæðamóti Norðurlands vestra í tvímenningi á Siglufirði sl. sunnudag, 19. mars.
Spiluð voru 60 spil undir öruggri handleiðslu þeirra bræðra Ólafs og Birkis Jónssona. Kvóti Norðurlands vestra á Íslandsmótinu í tvímenningi er 5 pör. Ljóst er að ekki munu öll efstu pörin nýta sér þann rétt.

Staða efstu para:
1. Skúli V. Jónsson - Ólafur Sigmarsson, Sauðárkróki
2. Guðlaug Márusdóttir - Ólafur Jónsson, Siglufirði
3. Björn Ólafsson - Sigurður Hafliðason, Siglufirði
4. Eyjólfur Sigurðsson - Björn Friðriksson, Sauðárkróki
5. Birkir Jón Jónsson - Bogi Sigurbjörnsson, Siglufirði
6. Ásgrímur Sigurbjörnsson - Jón Örn Berndsen, Sauðárkróki

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar