Gabríel vann Föstudagsbridge BR

föstudagur, 17. mars 2006

Gabríel Gíslason og Guðlaugur Sveinsson gerður sér lítið fyrir og unnu Föstudagsbridge BR 17. mars með 61.9% skor. Þetta er sérstaklega merkilegt þegar tekið er tillit til aldurs Gabríels and hann er bara 13 ára. Þetta er örugglega einn af yngstu spilurum í Reykjavík sem hefur unnið keppni og þar að auki með yfir 60% skor. Leggið nafnið á minnið, Gabríel á eftir að verða oftar í fréttum og kannski Gulli líka....

Föstudagsbridge BR

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar