Jói og Guðjón með 70% skor á Pizzakvöldi Bf. yngri spilara

miðvikudagur, 22. mars 2006

Jóhann og Guðjón náðu 70,0% skori á Pizzakvöldi yngri spilara. Þeir enduðu 2 stigum á undan Elvu og Hrefnu sem voru í 2. sæti með 68,9% skor !! Ekki amalegt skor hjá þessum 2 pörum. Efsta par fékk ostborgaramáltíð í verðlaun á American Style auk þess sem Óli og Smári fengu sömu verðlaun í aukaverðlaun. Elín og Agnes fengu síðan 1 klst. í snóker eða pool á Snóker og Pool-stofunni Lágmúla 5.

Heimasíða Bf. yngri spilara

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar