Halldór Svanbergsson og Guðlaugur Bessason gerðu sér lítið fyrir og náðu 65,1% skori í Miðvikudagsklúbbnum. Þeir voru 5% á undan næsta pari, Halldóri Ármannssyni og Gísla Sigurkarlssyni, sem þó fengu 60,1% skor.
Alfreðsmót B.A. Nú er impamótið komið vel á veg en annað kvöld keppninnar einkenndist af miklum sveiflum og nokkur pör skutust á toppinn þó Pétur og Björn hafi með góðum endaspretti náð dágóðu forskoti.
Alfreðsmótið hafið Síðasta stóra mót vetrarins er hafið hjá Bridgefélagi Akureyrar en það er Alfeðsmótið í impatvímenningi sem er eitt af skemmtilegri mótunum að margra mati.
Íslandsmeistarar 2007 - Eykt: Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Aðalsteinn Jörgensen,Sverrir Ármannsson og Bjarni Einarsson ásamt Guðmundi Baldurssyni forseta BSÍ.
Alda Guðnadóttir og Kristján B. Snorrason náðu besta árangrinum samanlagt á Góumótinu sem haldið var samhliða úrslitakeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni 5. og 6. apríl.
Úrslitakeppni fjögurra efstu sveita verður háð laugardaginn 7. apríl á Hótel Loftleiðum. Spilamennskan hefst klukkan 11:00 og þá mætast sveitir Eykt og Myndform annars vegar og Karl Sigurhjartarson - Grant Thornton hins vegar.
Einmenningsmeistarinn 2007 Þriðjudaginn 3.apríl fór fram þriðja og síðasta kvöldið í einmenningi B.A. þar sem úrslit réðust en tvö bestu kvöldin af þremur giltu.
Eimenningur B.A. stendur yfir Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í einmenningskeppni félagsins en í henni gilda tvö bestu kvöldin svo ekki þarf að mæta á öll þrjú.
Grant Thornton gaf ekkert eftir síðasta kvöldið í aðalsveitakeppni BR og sigraði af öryggi. Í sveitinni spiluðu Hrólfur Hjaltason, Oddur Hjaltason, Ísak Örn Sigurðsson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Steinar Jónsson, Jónas P.
Dramatík einkenndi lokaniðurstöðuna í undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni, en 3 efstu sveitirnar af 10 komust áfram í úrslitakeppni Íslajndsmót sem verður háð 4.-7. apríl á Hótel Loftleiðum.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar