Er að slá inn bötlerinn í úrslitum íslandsmótsins í sveitakeppni. Vona að Bessi og Bjarni þurfi ekki að skila páskaeggjum sínum.
Mótinu lokið með nokkuð öruggum sigri Ragnheiðar Nielsen og Ómars Olgeirssonar Sjá stöðu 2-Ásgeir Ásbjörnsson-Dröfn Guðmundsdóttir, 1-Ragnheiður Nielsen-Ómar Olgeirsson,3-Arngunnur Jónsdóttir-Kristján Blöndal ásamt Guðmundi Baldurssyni forseta BSÍ
Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson unnu 12 para tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með 59,4% skor. Næstu pör voru Erla Sigurjónsdóttir - Sigfús Þórðarson með 58,7% og Gróa Guðnadóttir - Unnar Atli Guðmundsson með 58,6%.
Bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir skoruðu grimmt síðasta kvöldið í aðaltvímenningi BR og sigruðu af öryggi. Fróðir menn telja að ekkert par hafi unnnið aðaltvímenning BR jafn oft og þeir bræður!! Lokakvöld BR verður 8.maí þar sem 24 efstu spilarar vetrarins í bronsstigum spila einmenning með veglegum verðlaunum.
Alfreðsmót og Norðurlandsmót Miklar sviftingar urðu á lokakvöldi Alfreðsmótsins í impatvímenningi en þegar reykurinn hafði dreift sér höfðu Hermann og Stefán tekið mikið hástökk og náð hæsta skori allra fyrir stakt kvöld sem dugði þeim til sigurs.
Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með glæsilegu skori, 65,5%. Í 2. sæti urðu Óttar Ingi Oddsson og Sigurður Björgvinsson með 61,5%.
5. Stjórnarfundur BSÍ haldinn mánudaginn 23. apríl 2007 kl 17:30. Mættir voru: Guðmundur Baldursson, Garðar Garðarsson, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Loftur Þór Pétursson, Ómar Olgeirsson og Sveinn Rúnar Eiríksson.
Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson unnu sigur á Íslandsmótinu í tvímenningi sem haldið var helgina 20.-21. apríl eftir æsispennandi lokasetu. Jón Baldursson varð Íslandsmeistari í tvímenningi 4 ár í röð en 21 ár eru síðan hann vann til þessa titils síðast.
Tímaáætlun Íslandsmóts í tvímenningi 2007 Laugardagur 21. apríl 1. umferð 11:00 - 11:45 2. umferð 11:47 - 12:32 3. umferð 12:34 - 13:19 4. umferð 13:21 - 14:06 Matarhlé 14:06 - 14:45 5. umferð 14:45 - 15:30 6. umferð 15:32 - 16:17 7. umferð 16:19 - 17:04 8. umferð 17:06 - 17:51 hlé 17:51 - 18:10 9. umferð 18:10 - 18:55 10. umferð 18:57 - 19:42 11. umferð 19:44 - 20:30 12. umferð 20:32 - 21:17 Sunnudagur 22. apríl 13. umferð 11:00 - 11:45 14. umferð 11:47 - 12:32 15. umferð 12:34 - 13:19 16. umferð 13:21 - 14:06 Matarhlé 14:06 - 14:45 17. umferð 14:45 - 15:30 18. umferð 15:32 - 16:17 19. umferð 16:19 - 17:04 20.
Það er sérstaklega mikilvægt að þeir sem koma með í keppnisferðina til Spánar mæti því farið verður yfir ferðatilhögun og fleira. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur að því loknu.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar