6.febrúar

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

5. fundur stjórnar BSÍ haldinn miðvikud. 6. feb. 2008

Mættir: Þorsteinn Berg, Garðar Garðarsson,Hrafnhildur Skúladóttir, Júlíus
Sigurjónsson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ómar Olgeirsson, Páll Þórsson og Sveinn
R. Eiríksson.

1. Húsaviðgerðir eru framundan á Síðumúla 37, kostnaðaráætlun sem snýr
að BSÍ er upp á 2,1 milljón króna. Auk þess bætist við kostnaður vegna
glerskipta og viðgerð á rauðu tréverki utan húss.

2. Þorvaldur Pálmason fjarnámstjóri við KHÍ og Guðmundur Páll Arnarson
kynntu bridgekennslu á fjarnámsformi sem þeir hafa verið að vinna að. Tilraun verður gerð með kennslu fyrir Bridgefélag Borgarfjarðar. BSÍ samþykkti að veita styrk upp á 250 þúsund
krónur til þessa verkefnis. (Netskolinn.is/bridge) 

3. Unglingamálin rædd áfram. Rætt um Norðurlandamót unglinga í Svíþjóð
20.-23. mars. Umsóknarfrestur rann út 30. jan. Einnig rætt um mót í
Hollandi og Kína. Þátttaka unglinga í Kína (World Mind Sport Games) er BSÍ
að kostnaðarlausu (í boði WBF og mótshaldara)

4. Landsliðsmál: Rætt um að spila um landsliðssæti í kvennaflokknum.
Þarf að skoða betur. Kvennasveitin yrði 2 pör + spilandi kafteinn.

Mál opna flokksins eru enn á umræðu og ákvörðunarstigi.

Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 18.febrúar kl 17.00

Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar