32 pör spiluðu tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum. Guðmundur Sigursteinsson og Björn Árnason voru í miklu stuði og unnu kvödið með 67,7%. Í 2. sæti voru Halldór Már Sverrisson og Hermann Friðriksson með 61,2% og í 3ja sæti enduðu Guðrún Jörgensen og Garðar Valur Jónsson.
Reykjanesmótið í sveitakeppni fer fram helgina 20-21 febrúar 2016. Spilamennska hefst kl. 11.00 á laugardeginum en kl. 10 á sunnudeginum. Keppt verður um sex sæti í Undanúrslitum Íslandsmótsins sem verða haldin 8-10 apríl.
Enn takast menn og konur á við spilaborðið á Heimalandi, heimavelli okkar Rangæinga. Sl. þriðjudagskvöld var leikin 5. umferð af 7 í sveitakeppni félagsins.
Vesturlandsmót í sveitakeppni: úrslit.
Þriggja kvölda hraðsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar hefst mánudagskvöldið 15.02.2016. Skráning á staðnum. Stjórnin.
Aðalsveitakeppni félagsins hófst í gær með þátttöku 5 sveita. Lang efstir eftir fyrsta kvöldið eru þeir Björn, Gunnar Björn, Magnús og Pálmi. Mótið er 4 kvöld svo menn hafa tíma til að koma sér í gang.
Annað kvöldið af þremur í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Öll úrslit hér.
Sl. þriðjudagskvöld hrjáðu veikindi Rangæinga, eins og fleiri landsmenn þessa dagana. Því voru óvanalega mikil forföll þegar 4. umferð sveitakeppninnar var leikin.
Þriggja kvölda butlertvímenning lauk hjá félaginu. Kristján Már og Guðmundur Þór stóðu uppi sem sigurvegarar. Næsta mót félagsins er sveitakeppni, þar sem dregið verður í sveitir.
Aðaltvímenningur Bridgefélags Kópavogs hófst í kvöld. Auglýst var fjögurra kvölda barómeter en keppnin var stytt í þrjú kvöld þar sem aðeins mættu 16 pör.
Skrásetjari segir sínar farir ekki sléttar úr 2. umferð sveitakeppninnar sem leikin var þriðjudaginn 2. febrúar sl. Þar leiddi skrásetjari sína menn í ógöngur og til háðulegrar útreiðar gegn, að haldið var, löskuðu prestakallaliðinu frá Stóru-Mörk.
Spilað var á 17 borðum í Miðvikudagsklúbbnum i kvöld. Öll úrslit má sjá hér.
Sveit JE Skjanna sigraði í Patton sveitakeppni BR en fast á hæla þeirra kom sveit Don Julio. Grant Thornton varð í 3. sæti. Næsta keppni félagsins er 6 kvölda aðalsveitakeppni.
Sjá auglýsingu hér
Hjón frá Manchester í Englandi komu sáu og sigruðu í Miðvikudagsklúbbnum í gærkvöldi. Öll úrslit hér.
Kristján og Guðmundur halda efstasætinu í janúarbutler félagsins, þó að sótt sé að þeim úr öllum áttum. Lokið er tveimur spilakvöldum af þremur. Ekki verður spilað næstkomandi fimmtudag vegna briddshátíðar.
Undanfarna daga hef ég leiðrétt nokkur spil sem báðir aðilar voru sammála um að hefðu verið rangt skráð í borðtölvurnar. Tók til baka breytingar sem ég hafði gert en láðist að fá samþykki beggja.
Þriggja kvölda Janúar-Monrad tvímenningi Bridgefélags Kópavogs lauk í kvöld með sigri Friðjóns Þórhallssonar og Hjálmars Pálssonar. Öll úrslit hér.
Við á Suðurnesjum erum byrjuð aftur eftir jólafrí og eru tvö kvöld búin og hefur verið spilaður butler tvímenningur. Hér má sjá úrslit Svo eftir bridgehátíð förum við af stað með aðaltvímenning og svo í kjölfarið sveitakeppni.
Sl. þriðjudag hófst sveitakeppnin hjá okkur Rangæingum. Til leiks mættu 8 sveitir. Um nokkurra ára skeið hefur spilastjóri tekið sér alræðisvald og skipað mönnum í sveitir með það að markmiði að gera sveitakeppnina sem jafnasta.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar