Rangæingar -- Úrslitin ráðin

miðvikudagur, 13. apríl 2016

Nú hallar í vor og Rangæingar sem á mölinni búa því farnir að svipast um eftir stuttbuxunum og reyna að dusta það mesta úr þeim fyrir komandi sólardaga.  Rangæskir bændur eru líka farnir að huga að vorverkum og mega ekkert vera að því að spóka sig á slíkum fatnaði.    Alla vega fara spilin óðara á hilluna enda mega harðvinnandi bændur ekkert vera að spilagaufi yfir hábjargræðistímann.   Fyrir okkur hina fer líka illa saman að vera útklíndur í sólaráburði og handfjatla spil samhliða, svo það er sjálfhætt. 

Úrslit réðust í Samverkstvímenningnum sl. þriðjudag þegar 14 pör mættu til leiks til að ljúka þeirri keppni.  Þar sem menn mega leggja af sér versta kvöldið, ráðast úrslit aldrei fyrr en síðasta spil hefur verið spilað.  Menn geta lengi bætt næst versta árangurinn sinn.   Hins vegar virðist árvisst að hvort heldur sem öll kvöldin eru talin saman eða einungis fjögur bestu kvöldin verður niðurstaðan svipuð og þanng var það í ár líka, röðin breyttist lítið sem ekkert.

Héraðshöfðinginn og skipstjórinn komu úthvíldir úr undankeppni fyrir Íslandsmót, enda mátti sjá á árangri þeirra þar að þeir sváfu vært allan tímann.   Komu siglandi í mark á þriðjudaginn með 63,8% skor.  Bjorn og Eyþór komu inn með 58,3% skor og fisksalinn og Diddi með 58,0% skor.

Úrslitin í Samverkstvímenningnum (4 bestu kvöldin af 5 talin og samanlagðar prósentur):

1) Sigurður-Torfi          241,1     (og Silla okkar síunga, sem leysti Héraðshöfðingjann af eitt kvöld)

2) Jói-Siggi                   234,5

3) Kalli-Elli                     227,0

Úrslit og spil kvöldsins má sjá hér og "úrslit" þegar öll 5 kvöldin eru talin saman hér

Úrsltin réðust einnig í Meistarakeppninni (stigahæsti bronsstigaspilari vetrarins)

1) Torfi Jónss         451 bronsstig

2) Sigurður Skagfjörð   445 bronsstig

3-4) Sigurður Sigurjónsson og Jóhann Frímannsson   246 bronsstig hvor.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar