Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson unnu 22 para tvímenning með 60,8%. Í 2. sæti voru Anna Jónsdóttir og Sigurrós Sigurðardóttir mðe 60%. Soffía Daníelsdóttir og Óli Björn Gunnarsson voru í 3ja sæti með 58,8% Öll úrslit og spil Miðvikudaginn 19. desember verður spilaður Alheimstvímenningur í Miðvikudagsklúbbnum á vegum Heimssambandsins í Bridge (WBF).
Þriðjudaginn 11. desember lauk 5 kvölda BUTLER keppni félagins. Sigurður og Torfi náðu loks vopnum sínum á lokakvöldinu og unnu kvöldið með 53 IMPum, eða 2,04 IMPum úr spili.
Eftir fyrra sjálfstæða kvöldið af tveimur þá eru Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson farnir að þefa af hangikjötinu með 63,0% skor. Hér má sjá heildarstöðuna og spilagjöfina.
Eftir 4 umferðir af 11 er staða efstu sveita í aðalsveitakeppni BH: 1. BÓ 84 stig 2. Gabríel Gíslason 81 stig 3. GSE 69 stig Öll úrslit er að finna á úrslitasíðu BH Svo minnum við á Jólamót BH 27. desember.
Haustsveitakeppni Þriggja Frakka er lokið. Lögfræðistofa Íslands vann mótið með miklum yfirburðum. Í sveitinni spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Bjarni H Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Steinar Jónsson, Sverrir Ármannsson og Ásmundur Pálsson.
Aðaltvímenningi félagsins lauk fimmtudaginn 6. desember. Þetta var fjögurra kvölda tvímenningur þar sem allir spiluðu við alla tvöföld umferð. Sigurvegari var Björgvin Már Kristinnsson, honum til aðstoðar voru Bjarni Ágúst Sveinsson, Sverrir Kristinsson og Gunnar Björn Helgason.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk nú í kvöld með nokkuð öruggum sigri sveitar Björns Halldórssonar sem fékk 215 stig í 11 umferðum eða 19,5 stig aðmeðaltali úr leik.
Þriðjudaginn 4. desember var fjórða kvöld af fimm í Butler spilað. Læknirinn léttfætti Guðmundur Benediktsson og verktakinn vaski Óskar Pálsson, áttu besta skorið þetta kvöld, skoruðu 37 impa í 26 spilum.
Eftir að hafa leitt mótið nánast allan tímann þá áttu Reynir Helgason og Frímann Stefánsson aðeins 3 MP á Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson fyrir síðustu setuna.
Í kvöld 4. desember kl. 18:00 verður fyrirlestur í BR. Hinn röggsami keppnisstjóri Vigfús Pálsson mun kynna breytingar sem hafa verið gerðar á alert reglum.
Sveit GSE hefur tekið forystu eftir 2 umferðir með 41 stig. Tvær sveitir eru jafnar í 2. sæti. Erla Sigurjónsdóttir og BÓ með 39 stig. Öll úrslit, spilagjöf og butler er að finna á úrslitasíðu BH.
Laugardaginn 1. desember efndu Hrunamenn til afmælisfagnaðar í félagsheimilnu Árnesi í tilefni af áttræðisafmæli Knúts Jóhannessonar. Spilaður var Barómeter með þátttöku 16 para.
Staðan á toppnum breyttist ekkert á þriðja kvöldið aðaltvímenningsins. Eitt kvöld er eftir sem spilað verðu næstkomandi fimmtudag.
Þegar aðeins er eftir að spila síðustu umferðina í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs geta enn fjórar sveitir unnið mótið en til þess þarf sveit Sveins Símonarsonar að vinna sveit Björns Halldórssonar 25-2. Efstu tvær sveitirnar töpuðu báðar í tíundu umferð og þannig hélst spennan fram í lokaumferðina sem verður spiluð næsta fimmtudag.
Þriðjudaginn 28. nóvember var 3ja kvöld af 5 í Butler spilað. Þeir yngissveinar Brynjólfur Gestsson og Garðar Garðarsson, frá Selfossi, sem heiðrað hafa okkur Rangæinga með þátttöku sinni undanfarin kvöld, áttu langbesta skorið þetta kvöld, heila 63 impa í 26 spilum.
Enn fjölgar fingrum Frímanns og Reynir á bikarnum svo að senn má tala um heila krumlu. Þó er ekki öll nótt úti enn og eitt kvöld eftir. Efstu pör: 1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 58,5% 2. Sveinn Pálsson - Hilmar Jakobsson 54,5% 3.
Hulda Hjálmarsdóttir og Andrés Þórarinsson voru efst í NS með 63,4% og Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson voru efstir í AV með 65,9%. Þetta skor dugði Ísak og Stefáni til að enda efstir í samanlögðu skori úr 2 Mitchell tvímenningum.
Skorblað hvers pars fyrir sig er nú komið á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs Einnig var gerð leiðrétting hjá pörum 11 og 23 í spili 41 sem var skrað í ranga átt.
Fimmtíu ára afmælismót Bridgefélags Kópavogs fór fram í Gullsmára 13 í dag. 45 pör mættu til leiks og spiluðu mjög skemmtilegt og vel heppnað mót.
Gústaf og félagar í BDÓ efndu til skemmtilegs föstudagsmót 23.nóvember með þáttöku 16 para allt frá Siglufirði til Akureyrar. Vinningar voru veglegir og eftir harða baráttu urðu efstu pör: 1. Reynir Helgason - Frímann Stefánsson 60,5% 2. Eiríkur Helgason - Sæmundur Andersen 58,2% 3. Gústaf Þórarinsson - Helgi Indriðason 57,4% Öll úrslit og spil má sjá hér.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar