Briddsfélag Selfoss - Úrslit í Sigfúsarmóti. Jólamót með LHO fyrirkomulagi að hefjast

föstudagur, 7. desember 2012

Aðaltvímenningi félagsins lauk fimmtudaginn 6. desember. Þetta var fjögurra kvölda tvímenningur þar sem allir spiluðu við alla tvöföld umferð. Sigurvegari var Björgvin Már Kristinnsson, honum til aðstoðar voru Bjarni Ágúst Sveinsson, Sverrir Kristinsson og Gunnar Björn Helgason.

Spil og staða í aðaltvímenningi

Næsta mót félagsins er jólaeinmenningur þar sem gjaldkeri og formaður lofa veglegum verðlaunum. Ekki verður spilað með heðfðbundnu einmenningsfyrirkomulagi, heldur verður notast við fyrirkomulag líkt því sem tíðkast hefur í Landmannahellir Open mótunum undanfarin 11 sumur. Mótið verður 2 kvöld, spiluð 6 spil í hverri umferð, 5 umferðir hvort kvöld. Dregið verður saman í pör í hverri umferð, og engar kvaðir á því að menn sem hafa spilað saman áður geti ekki lent saman aftur. Spilað verður eitt kerfi, nema menn kunni ekkert í standardkerfi, þá eru undantekningar leyfðar.  

Þið getið skráð ykkur í mótið hér á þessari síðu.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar