Ársþing 2022
Stjórn hefur ákveðið að opið verði fyrir allar sveitir að taka þátt í undanúrslitum í sveitakeppni 2022. Stjórn er þannig að nýta heimild sem fékkst á ársþinginu síðasta sunnudag.
Bridgefélag Hafnarfjarðar EKKI verður spilað í kvöld vegna veðurs höldum áfram næsta mánudag :)
Reykjanesmót í sveitakeppni 2022
Í dag var haldið ársþing Bridgesambandsins. Forseti var kjörinn Brynjar Níelsson, í stjórn og varastjórn voru kjörin, Guðný Guðjónsdóttir, Sigurður Páll Steindórsson, Hrannar Erlingsson, Gunnar Björn Helgason, Gunnlaugur Karlsson og Dagbjört Hannesdóttir.
María Haraldsdóttir Bender og Stefán Stefánsson urðu í dag Íslandsmeistarar í Paratvímenning með 56.38% skor. Í öðru sæti urðu Dagbjört Hannesdóttir og Birkir Jón Jónsson með 55,44% skor og í því þriðja þau Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson með 54.97% skor.
Íslandsmótið í paratvímenning verður haldið föstudaginn 18. og laugadaginn 19. febrúar 2022. Byrjað verður 18.00 á föstudegi og ákveðið hefur verið að byrja 11.00 á laugardegi. Spiluð verða 75-80 spil.
Vináttu tvímenningur við Ungverjaland Fimmtudaginn 24. Febrúar kl 18:30 verður haldinn Vináttu tvímenningur við Ungverja. 28 spil, 7 umferðir, 4 spil í umferð.
Aðalsveitaekeppni BH hefst 14.febrúar 2022 Allir velkomnir Skráning https://bridge.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar