Stjórnarfundur 21.8.
Stjórnarfundur 3.7.
Jæja gott fólk þá er komið að stóru stundinni GOLF og BRIDGE Við ætlum að spila í Öndverðanesi og byrjum kl 9:00 um morguninn 2 saman í liði í golfinu og bridgenu (sama lið) við byrjum á því að spila betribolta í golfi fáum okkur síðan að borða hamborgara og fröllur og síðan byrjum við að spila bridge spilum monrad 28 spil.
Dregið hefur verið í 16 liða úrslit í bikarnnum. Emma - Karl Sigurhjartarson Rangæingar - Vopnabræður Doktorinn - ML sveitin Grant Thornton - Gervigreind TM Selfossi - Betri Ferðir Bridgefélag Breiðholts - Tick Cad Bustarfell - Málning Hótel Norðurljós - InfoCapital Öllum leikjum skal vera lokið fyrir 20.ágúst.
Evrópumótinu í Herning er lokið. Var frábærlega að mótinu staðið hjá Dönum og sérstaklega hjá Bridgeklúbbnum í Herning. Í opna flokknum voru væntingar um að stiga skref fram á við og stefna að því að komast á topp 8 eftir 2 ár í Riga.
Ísland vann góðan sigur á Írlandi 13,75-6,25 í 14.umferð Evrópumótsins í Bridge í kvennaflokki. Stelpurnar eru núna í 14. sæti með 133,18 stig. Í 15.umferð spilar Ísland gegn Sviss sem er núna í 18.sæti.
Nú hefur kvennalandsliðið hafið leik á Evrópumótinu og til að komast í lifandi stöðu hjá báðum liðum er best að byrja á heimasíðu mótsins og velja þar running score fyrir hvort lið fyrir sig.
Þekki linkur er running score í hverri umferð Results (eurobridge.org) þar sést líka staðan. Til að fara inn á running score í einstökum leik þá er ýtt á borðanúmerið í þeim leik.
ísland er sem stendur í 15.sæti á Evrópumótinu í Danmörku með 20,83 vinningsstig. Sigur á móti Búlgaríu og tap gegn Finnlandi var afrakstur fyrsta dagsins.
Evrópumótið byrjar í dag klukkan 11.15 og er opna liðið að spila tvo leiki, gegn Finnlandi og Búlagaríu. Running score á leikinn gegn Finnlandi mun koma hér.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar