Gísli og Magnús leiða janúarbutlerinn fyrir síðasta spilakvöldið. Hart verður sótta að stórbændunum.
Þriðja og síðasta kvöldi í Janúarmonrad Bridgefélags Kópoavogs var spilað í kvöld. Julius Snorrason og Eiður Jíulíusson náðu 68,5% skori sem dugði þó aðeins í annað sætið því Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson urðu efst samanlagt með 175 stig sem er samanlögð prósentuskor úr kvöldunum þremur.
Sl. þriðjudag hófum við Rangæingar sveitakeppni félagsins. Til leiks skráðu sig 12 pör og raðar spilastjóri pörum niður í sveitir með það að markmiði að gera þær sem jafnastar að getu.
Eftir tvö kvöld af þremur í Patton-sveitakepni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit Hótel Hamars efst með 184,71 stig, sem er 23 stigum meira en Betri Ferðir sem eru í öðru sætinu.
Nú styttist óðum í Bridgehátína okkar sem haldin verður í Hörpu öðru sinni eða frá 31.janúar til 3.febrúar 2019 Hægt er að byrja að skrá sig á bridge@bridge.
Einkar jöfnu og spennandi Suðurlandsmóti í sveitakeppni lauk á fimmta tímanum í dag með sigri þokkapiltanna í sveit TM-Selfossi. Allt þokkafullir piltar.
Þar sem skrásetjari tók sér smá vetrarfrí til að ná sér í sól og sumar hefur verið lítið um að úrslit hafi verið birt. Þó svo að menn hafi ekki verið að auglysa úrslit um víða veröld hefur samt verið spilað helling á Selfossi síðastliðinn mánuð.
Eftir tvö kvöld af þremur í Janúar-Monrad Bridgefélags Kópavogs eru Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson með góða forystu á næsta par, svo munar 7,5 prósentustigum.
Að vanda hófum við Rangæingar nýtt ár með því að leika TOPP16 einmenninginn, hvar sæti eiga 16 stigahæstu spilarar síðasta vetrar.
Sveit Hótels Hamars er efst eftir fjórar umferðir af tólf í Patton-sveitakeppni Briegefélags Reykjavíkur. Staðan á heimasíðunni er ekki alveg rétt því tvær sveitir eru með of mikið fyrir yfiesetuna og Patton-stig í tveimur leikjum í fjórðu umferð uppfærast ekki á netið.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar