Páskanót Briddsdeildar Breiðfirðingafélagsins var spilað í kvöld. 16 pör mættu og urðu Unnar Atli Guðmundsson og Guðmundur Sigursteinsson hlutskarpastir og fengu stærstu páskaeggin að launum.
Það verður silfurstiga - páskamót á föstudaginn langa kl. 13:00 í Síðumúlanum Spiluð verða 36-40 spil Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin og síðan verða heppnir spilarar dregnir út með smá glaðning Í fyrra voru 44 pör og við toppum það í ár Svenni verður keppnistjóri og verður í páskaskapi Gjaldið er 2000 kr.
Þriðja og síðasta kvöldið í Impakeppni Bakarameistarans var spilað í kvöld. Ólafur Steinason og Helgi Bogason/Gunnar Björn Helgason höfðu mikla yfirburði og sigruðu með 59 impa mun.
Sl. þriðjudag héldum við ölhátíð á Heimalandi. Gjaldkerinn dró upp veskið og keypti 50 bjóra, sem deilt var út með jafnrétti, bræðralag og náungakærleika að leiðarljósi.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur lauk í kvöld. Sveit Grant Thornton sigraði með nokkrum yfirburðum, fékk 217,53 stig, sem er 29 stigum meira en sveit Kjaran sem fékk 188,7 stig.
Undanúrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppn lauk í dag og var dregið í töfluröð Úrslitanna strax á eftir. Um það sáu Denna, Ómar O og Þórður I. Töfluröðin verður þessi.
Annað kvöldið af þremur í Impakeppni Bakarameistarans var spilað í kvöld. Ólafur Steinason og Helgi Bogason náðu risaskori með 102 impa í plus pg eru efstir samanlagt með 89 impa í plus.
Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar við Samverkstvímenninginn, þegar við lékum fimmta og síðasta kvöldið með þátttöku 13 para. Fjögur bestu kvöldin af fimm telja til úrslita.
Undanúrslitin hefjast kl.
Fjórða og næstsíðasta kvöldið í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Liðsmenn Grant Thornton komu sér enn betur fyrir á toppnum og hafa nú 28,67 stiga forystu á sveit Wise sem er í öðru sæti.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar