Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson byrjuðu mótið ekki vel því þeir voru neðstir eftir 1. umferð. Þeir bitu í skjaldarrendurnar og voru komnir á toppinn eftir 5 umferðir.
Íslandsmótið í Parasveitakeppni var haldið síðasliðna helgi með þáttöku 13 sveita.'islandsmeistararnir frá því í fyrra héldu fast í titilinn og hömpuðu honum annað árið í röð.
Mikil spenna var fyrir síðustu umferð í báðum deildum. 4 sveitir í 1. deild gátu unnið titilinn og 3 sveitir áttu raunhæfan möguleika á 2. sætinu í annari deild, en fyrsta sætið var frátekið fyrir Málningarsveitina.
BSÍ býður áhugasömum keppniskonum og yngri spilurum upp á 5 kvölda námskeið, sem hefst seinni partinn í nóvember. Guðmundur Páll Arnarson hefur umsjón með námskeiðinu og verður tekinn upp þráðurinn frá því í vetur.
Nú er Íslandsmóti yngri og eldri spilara lokið. Sigurvegarar yngri spilara eru þeir Óttar Ingi Oddsson og Gabríel Gíslason.Sigurvegarar í eldir flokki eru þeir Hrólfur Hjaltason og Sigtryggur Sigurðsson.
María Haraldsdóttir og Bryndís Þorsteinsdóttir tóku snemma forystuna á Íslandsmóti kvenna í tvímenning og sigruðu af öryggi. Dóra Axelsdótti og Erla Sigurjónsdóttir urðu í 2.sæti og Hulda Hjálmarsdóttir og Sigríður Eyjólfsdóttir í 3.sæti.
Ársþing BSÍ var haldið 21.október s.l. Mættir voru fulltrúar bæði af Stór-Reykjavíkursvæði og af landsbyggðinni.
Guðmundur Baldursson, forseti til 2ja ára lét af embættinu og fær hann hinar bestu þakkir fyrir mjög vel unnið starf í þágu Bridgesambands Íslands.
Þrátt fyrir að Þórður hafi misstigið sig í næstsíðustu umferð, beit hann í skjaldarrendur og lauk mótinu með stæl. Til hamingju þórður Sigurðsson Sjá stöðu.
Ársþing BSÍ verður haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands sunnudaginn 21. október og hefst klukkan 10:00 að morgni. Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðisrétt á þinginu samkvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúa eru velkomnir að sitja þingið.
Nú er lokið fyrri helgi í deildakeppni Bridgesambands Íslands og í 1. deild leiðir Eykt, en sveit Karls Sigurhjartarsonar er í öðru sæti. Í 2. deild eru sveitir Málningar og Sparisjóðsins í Keflavík sem leiða hjörðina.
Nú er að síga á seinni hlutann á heimsmeistaramótinu í bridge. Íslendingar eiga fulltrúa í mótinu um Feneyjarbikarinn en Hjördís Eyþórsdóttir spilar fyrir USA 2. Sveitin tapaði í 8-liða úrslitum fyrir Frakklandi með aðeins 1 impa! Norðmenn og Bandaríkjamenn spila til úrslita í opnum flokki á heimsmeistaramótinu í brids, sem stendur nú yfir í Shanghai í Kína.
Sveit Eyktar vann glæsilegan sigur 198 - 161 á sveit Breka í 64 spila bikarúrslitaleik sem háður var 14. september. Spilarar í sveit Eyktar voru Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson.
Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen unnu Lokamót Sumarbridge. Þeir voru með +57 og í öðru sæti voru Ómar Olgeirsson og Kristján Blöndal með +50. 3ja sætið fengu Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með +40 Lokamót Sumarbridge 2007 2.sæti: Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal, 1.sæti:Sverrir Ármannsson - Aðalsteinn Jörgensen,3.
NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR AÐ SÆKJA UM!!! Bridgesamband Íslands leitar eftir öflugum starfsmanni til að gegna stöðu framkvæmdastjóra. Starfið felur í sér umsjón með daglegum rekstri sambandsins, fjáröflun, fræðslustarfi, samskiptum við fjölmiðla, félagsmenn og erlenda aðila.
Búið er að gefa út mótaskrá BSÍ fyrir tímabilið 2007-2008. Tímasetningar móta eftir áramót gætu tekið breytingum eftir stjórnarfund BSÍ 5. september og/eða eftir ársþing BSÍ 21. október.
3. umferð: Breki jarðverk ehf - Úlfurinn 118 - 114 Sparisjóður Siglufjarðar - Gylfi Baldursson 125 - 35 Malarvinnslan - Eykt 73 - 100 Skeljungur - Grant Thornton Frestur til að ljúka 3. umferð er til 16.
Guðmundur Páll Arnarson skrifar pistla um bridge hálfsmánaðarlega í sumar.5. pistillinn kom netið í gær og er hægt að lesa hann hér : Sumarpistlar GPA Í pistlunum er meðal annars fari yfir sagnrautir sem íslenskir spilarar geta svara spjallinu, http://www.
Lokið er bridgekeppni á landsmóti UMFÍ 2007.Unnu heimamenn í UMSK góðan sigur.
Bikarkeppni Bridgesambandsins fer að venju fram í sumar og búið er að draga í fyrstu umferð. Alls skráðu 31 sveit sig til leiks. Keppnisgjald er 4.000 krónur á umferð.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar