Ársþing BSÍ 2007
Ársþing BSÍ var haldið 21.október s.l. Mættir voru fulltrúar bæði af Stór-Reykjavíkursvæði og af landsbyggðinni.
Guðmundur Baldursson, forseti til 2ja ára lét af embættinu og fær hann hinar bestu þakkir fyrir mjög vel unnið starf í þágu Bridgesambands Íslands.
Þorsteinn Berg var kosinn forseti til næstu 2ja ára
Ný stjórn var kosin: Í nýrri stjórn eru ásamt forseta sambandsins Þorsteini Berg, Ómar Olgeirsson, Páll Þórsson, Hrafnhildur skúladóttir og Sveinn Rúnar Eiríksson, í varastjórn eru Garðar Garðarsson og Júlíus Sigurjónsson.
Ísak Örn Sigurðsson hefur látið af störfum sem framkvæmdarstjóri og ráðin hefur verið nýr framkvæmdarstjóri í hans stað og er það Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir.