Ísland gerði jafntefli við Dani í opnum flokki í síðustu umferð Norðurlandamótsins sem dugði ekki til að lyfta liðinu úr fimmta sæti keppninnar, til þess þurfti Ísland 18 stig.
Reykjavík vann sigur á Kjördæmamótinu sem haldið var helgina 19.-20. maí á Ísafirði. Sveit Reykjavikur leiddi nánast allan tímann, en fyrir lokaumferðina var sveit N-Vestra búin að minnka bilið niður í 5 stig.
Sumarbridge hefur starfsemi sína í kvöld klukkan 19:00. Þeir sem hyggjast mæta í kvöld, mæti tímanlega til að gefa mótshöldurum kost á að byrja í tíma.
Kjördæmamótið í bridge verður að þessu sinni í kjördæmi Vestfirðinga og spilað helgina 19.-20. maí. Spilastaður verður Menntaskólinn á Ísafirði. Keppnisgjald er 32.000 kr.
Er að slá inn bötlerinn í úrslitum íslandsmótsins í sveitakeppni. Vona að Bessi og Bjarni þurfi ekki að skila páskaeggjum sínum.
Mótinu lokið með nokkuð öruggum sigri Ragnheiðar Nielsen og Ómars Olgeirssonar Sjá stöðu 2-Ásgeir Ásbjörnsson-Dröfn Guðmundsdóttir, 1-Ragnheiður Nielsen-Ómar Olgeirsson,3-Arngunnur Jónsdóttir-Kristján Blöndal ásamt Guðmundi Baldurssyni forseta BSÍ
Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson unnu sigur á Íslandsmótinu í tvímenningi sem haldið var helgina 20.-21. apríl eftir æsispennandi lokasetu. Jón Baldursson varð Íslandsmeistari í tvímenningi 4 ár í röð en 21 ár eru síðan hann vann til þessa titils síðast.
Tímaáætlun Íslandsmóts í tvímenningi 2007 Laugardagur 21. apríl 1. umferð 11:00 - 11:45 2. umferð 11:47 - 12:32 3. umferð 12:34 - 13:19 4. umferð 13:21 - 14:06 Matarhlé 14:06 - 14:45 5. umferð 14:45 - 15:30 6. umferð 15:32 - 16:17 7. umferð 16:19 - 17:04 8. umferð 17:06 - 17:51 hlé 17:51 - 18:10 9. umferð 18:10 - 18:55 10. umferð 18:57 - 19:42 11. umferð 19:44 - 20:30 12. umferð 20:32 - 21:17 Sunnudagur 22. apríl 13. umferð 11:00 - 11:45 14. umferð 11:47 - 12:32 15. umferð 12:34 - 13:19 16. umferð 13:21 - 14:06 Matarhlé 14:06 - 14:45 17. umferð 14:45 - 15:30 18. umferð 15:32 - 16:17 19. umferð 16:19 - 17:04 20.
Íslandsmeistarar 2007 - Eykt: Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Aðalsteinn Jörgensen,Sverrir Ármannsson og Bjarni Einarsson ásamt Guðmundi Baldurssyni forseta BSÍ.
Alda Guðnadóttir og Kristján B. Snorrason náðu besta árangrinum samanlagt á Góumótinu sem haldið var samhliða úrslitakeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni 5. og 6. apríl.
Úrslitakeppni fjögurra efstu sveita verður háð laugardaginn 7. apríl á Hótel Loftleiðum. Spilamennskan hefst klukkan 11:00 og þá mætast sveitir Eykt og Myndform annars vegar og Karl Sigurhjartarson - Grant Thornton hins vegar.
Dramatík einkenndi lokaniðurstöðuna í undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni, en 3 efstu sveitirnar af 10 komust áfram í úrslitakeppni Íslajndsmót sem verður háð 4.-7. apríl á Hótel Loftleiðum.
Sveit Grímsbræðra vann öruggan sigur í Íslandsmóti yngri spilara í sveitakeppni, fékk 119 stig í 6 leikjum. Spilarar í sveit Grímsbræðra voru Grímur Kristinsson, Guðjón Hauksson, Inda Hrönn Björnsdóttir og Jóhann Sigurðarson.
Fjölmargar sveitir víðsvegar að af landinu taka þátt í undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni sem haldið verður á Hótel Loftleiðum. Undankeppni verður haldin dagana 23.-25. mars og úrslitin 4.-7. apríl.
Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður spilað laugardaginn 10. mars. Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson og keppnisgjald 4.000 krónur á parið.
Sveit SR-Group vann öruggan sigur á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni sem fram fór helgina 3.-4. mars. Sveit SR-Group var með forystu allan tímann og þegar upp var staðið, var sveitin með 26 stiga forystu á annað sætið.
Sveit SR-Group hefur náð 20 stiga forystu í Íslandsmóti kvenna í saveitakeppni að afloknum 5 umferðum af 9. Spilarar í sveit SR-Group eru Ragnheiður Nielsen, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir.
Kvennanámskeið eru nú að hefjast hjá Guðmundi Páli Arnarssyni, en þau eru haldin fimmtudagskvöldin 8.mars - 10. maí. Námskeiðin verða frá klukkan 19:00-22:00. Stundatafla námskeiðanna er eftirfarandi: 1. Fimmtudaginn 8. mars 2. Fimmtudaginn 29. mars 3. Fimmtudaginn 12. apríl 4. Fimmtudaginn 19. apríl 5. Fimmtudaginn 26. apríl 6. Fimmtudaginn 3. maí 7. Fimmtudaginn 10. maí Athugið að námskeiðin verða ekki fimmtudagana 15. og 22. mars og 5. apríl.
Minnt er á að hægt er að skoða útsendingar á Bridgebase hér Þeir sem voru að spila gátu auðvitað ekki fylgst með en hægt er að skoða leikina eftir á.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar