Alda og Kristján með besta árangurinn í Góumóti

laugardagur, 7. apríl 2007

Alda Guðnadóttir og Kristján B. Snorrason náðu besta árangrinum samanlagt á Góumótinu sem haldið var samhliða úrslitakeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni 5. og 6. apríl. Fengu þau að launum vegleg páskaegg. Ragnar Torfi Jónsson og Tryggvi Ingason unnu sigur í síðari lotu Góumótsins. Stefán Arngrímsson og Heiða Steinsson unnu fyrstu lotuna og bæði pör fengu vegleg páskaegg í verðlaun.