Selfyssingarnir Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason unnu sigur á Minningarmóti Harðar en Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson höfnuðu í öðru sæti.
Þátttaka á jólamóti Bridgefélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar var með besta móti. Alls mættu 71 par, sem er fjölgun um 5 pör frá fyrra ári.
Hið árlega Íslandsbankamót í tvímenningi á vegum Bridgefélags Akureyrar verður haldið á Hótel KEA föstudaginn 30.desember. Þar sem illa stendur á frídögum milli jóla og nýárs mun það verða um kvöldið og hefjast kl.
Jólatvennu B.A. lauk þriðjudaginn 20.desember en þar var spilað um hangikjöt og magál frá Norðlenska. Spiluð voru tvö aðskilin kvöld þar sem betra skorið gilti til verðlauna.
Spilamennska hefst klukkan 17:00 og glæsileg verðlaun eru í boði, samtals 260.000 krónur. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru 100.000, annað sætið 60.000, þriðja 40.000, fjórða 30.000, fimmta 20.000 og sjötta 10.000. Einnig verða veitt aukaverðlaun.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu fjögur sætin, 120.000, 60.000, 40.000 og 20.000 krónur.Auk þess verða flugeldar í aukaverðlaun. Hægt að skrá sig í keppnina hjá BSÍ í síma 587-9360, á vef Bridgesambandsins www.
Rétt náðist á 2 borð í kvöld en spilamennskan var mjög skemmtileg. Frímann átti 29 ára afmæli og mætti með veitingar sem gengu vel í mannskapinn. Úrslitin í fásveitakeppninni urðu: 1. Gissur Gissurarson - Hans Viggó +41 impi 2. Björn Þorláksson - Frímann Stefánsson +19 impar 3. Sveinbjörn Sigurðsson - Sigurður Marteinsson -9 impar.
Fyrir jól er við hæfi að spila upp á eitthvað gott í svanginn og hjá BA er hefð fyrir að spila upp á KEA hangikjöt og magál! Mótið er tvö aðskilin kvöld þar sem efsta par hvors kvölds er tryggt með hangikjöt auk þess pars sem hæst skor fær þar fyrir utan.
Mæting á spilakvöld Bridgefélags Akureyrar hefur verið dræm að undanförnu og sérstaklega á sunnudögum þar sem spilaðir hafa verið eins kvölds tvímenningar.
Nú er nýlokið þriggja kvölda hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga en Sveinar sem reynar héldu fyrsta sætinu þrátt fyrir nokkra dýfu í lokaumferðunum þar sem þeir töpuðu m.
Minningarmót Gísla Torfasonar var haldið um helgina með þátttöku 43 para. Vegleg peningaverðlaun fyrir 5 efstu sætin og glæsileg aukaverðlaun. Ómar Olgeirsson og Páll Þórsson sigruðu eftir harða baráttu við gamalreynda tvímenningsjaxla.
Íslandsmótið í parasveitakeppni er nú í gangi að Síðumúla 37, í húsnæði Bridgesambandsins. Nánari upplýsingar má finna undir síðunni Mót, eða með því að smella hér: Íslandsmót í Parasveitakeppni 2005. Myndir úr mótinu Íslandsmótið í parasveitakeppni verður haldið helgina 26.-27. nóvember að Síðumúla 37, í húsnæði Bridgesambandsins.
Ágætis byrjun Nafn plötu Sigurrósar á vel við upphaf Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga sem hófst síðastliðinn þriðjudag. Nöfn sveitanna eru býsna óvenjuleg en úr þeim geta glöggir lesendur greint nöfn sumra spilaranna en sveitirnar eru: Haukur sem grét, Sveinbirningar, Unaður jóna, Sveinar sem reyna, Ævarandi árnaðaróskir og Heiðbrún lillabinna.
Sunnudagur 20. nóvember 2005 Íslandsmótið í tvímenningi kvenna var spilað um helgina, að Síðumúla 37. Í 3 efstu sætunum urðu: 1. Esther Jakobsdóttir - Anna Þóra Jónsdóttir 52 2. Erla Sigurjónsdóttir - Dóra Axelsdóttir 35 3. Ólöf Þorsteinsdóttir - Svala Pálsdóttir 27 Öll spil og lokastöðuna má finna undir síðunni Mót, eða með því að smella á Íslandsmót kvenna í tvímennin 2005 Myndir úr mótinu Íslandsmót kvenna í tvímenningi 2005 fer fram helgina 19.-20. nóvember.
29 pör tóku þátt í afmælismóti Bridgefélags Hafnarfjarðar í dag. Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson sigruðu nokkuð örugglega, Jón Guðmar Jónsson og Sigurjón Helgason höfnuðu í öðru sæti og heimamennirnir og mótshaldararnir, Hafþór Kristjánsson og Guðni Ingvarsson, náðu þriðja sætinu með góðum endaspretti.
Frímann Stefánsson og Björn Þorláksson voru rétt í þessu að tryggja sér Norðurlandsmeistaratitilinn í tvímenningi fyrir árið 2004!!! (Norðurlandsmótið í tvímenningi 2005 fór fram fyrr á þessu ári.
Sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands vann 1. deild Deildakeppninnar með 253 stigum, 2 stigum á undan sveit Eykt. Þessar 2 sveitir skáru sig nokkuð frá hinum og var keppnin jöfn og spennandi fram í síðustu umferð.
Í fyrsta leik á sunnudeginum eigast við 2 efstu sveitir í 1. deild. Sveitir Eyktar og Ferðaskrifstofu Vesturlands. Þær eru með nokkuð forskot á 3ja sætið og má reikna með að sigurvegarinn úr þessari viðureign verði með góða stöðu til að verða Deildameistari 2005.
Íslandsmóti (h)eldri og yngri spilara lauk með góðum sigri þeirra Sigtryggs Sigurðssonan og Hrólfs Hjaltasonar. Í öðru sæti urðu Gylfi Baldursson og Steinberg Ríkarðsson og Guðmundur Baldursson og Jóhann Stefánsson hrepptu það þriðja.
Sigtryggur Sigurðsson og Hrólfur Hjaltason leiða tvímenning eldri spilara eftir 11. umferðir af 19, en mjög jafnt er á millli efstu para. Ari Már Arason og Inda Hrönn Björnsdóttir leiða tvímenning yngri spilara.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar