Íslandsbankamót í tvímenningi

fimmtudagur, 22. desember 2005
Hið árlega Íslandsbankamót í tvímenningi á vegum Bridgefélags Akureyrar verður haldið á Hótel KEA föstudaginn 30.desember.
Þar sem illa stendur á frídögum milli jóla og nýárs mun það verða um kvöldið og hefjast kl. 17:30. Spilað er um silfurstig og að sjálfsögðu eldfima flugelda! Mælst er til þess að fólk skrái sig í síma 8678744 en einnig verður skráning á staðnum ef mætt er tímanlega. Keppnisgjald er 2000kr. á mann.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar