Esther og Anna Þóra Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi

sunnudagur, 20. nóvember 2005


Sunnudagur 20. nóvember 2005

Íslandsmótið í tvímenningi kvenna var spilað um helgina, að Síðumúla 37.
Í 3 efstu sætunum urðu:
1. Esther Jakobsdóttir - Anna Þóra Jónsdóttir  52
2. Erla Sigurjónsdóttir - Dóra Axelsdóttir 35
3. Ólöf Þorsteinsdóttir - Svala Pálsdóttir 27

Öll spil og lokastöðuna má finna undir síðunni Mót, eða með því að smella á Íslandsmót kvenna í tvímennin 2005

Myndir úr mótinu


Íslandsmót kvenna í tvímenningi 2005 fer fram helgina 19.-20. nóvember. Spilaður er barómeter, allir við alla. Spilamennska hefst klukkan 11:00 stundvíslega báða dagana, lýkur um kvöldmatarleytið á laugardaginn og vel fyrir kvöldmat á sunnudag, en tímasetningar eru þó háðar þátttöku. Nákvæm dagskrá mótsins liggur fyrir þegar skráningu lýkur. Skráningarfrestur er til klukkan 17:00 föstudaginn 18. nóvember. Keppnisgjald er 6.000 krónur á parið. Hinn vinsæli keppnisstjóri, Björgvin Már Kristinsson er keppnisstjóri á mótinu. Spilað er með skermum og spilað um gullstig í verðlaun fyrir fjögur efstu sætin. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSÍ, síma 587 9360.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar