Þriðjudaginn 10. október hefst þriggja kvölda Monrad-sveitakeppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Keppnin er stytt um eit kvöld tll að koma á móts við þá spilara sem fara til Madeira.
Fyrsta kvöldið í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson skoruðu 57 og eru með 19 impa forystu.
Byrjuðum sl. þriðjudag. Fáir mættir í fyrstu upphitun. Pólitík, bústörf, Rolling Stons tónleikar o.fl. ollu fjarveru lykilmanna.
Síðasta kvöldið í þriggja kvölda Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson sigruðu nokkuð örugglega með 82 impa í plus.
Við byrjum veturinn á upphitunartvímenningi, svon rétt til að losa ryðið af spilamennskunni.
Vetrarstarf Bridgefélags Selfoss hefst föstudaginn 29.september með aðalfundi félagsins. Fundurinn verður haldinn í Selinu á íþróttavellinum og hefst stundvíslega kl.
Þriðja og síðasta kvöldið í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Stuðið hélt áfram þar sem frá var horfið síðasta fimmtudag og sigruðu Árni Már Björnsson og Heimir Tryggvason örugglega með 119,4 prósentustig samanlagt úr tveimur kvöldum.
Annað kvöldið af þremur í Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í gærkvöldi. Besta skori kvöldsins náðu Ari Konráðsson og Egill Darri Brynjólfsson með 46 impa í plús sem fleytti þeim upp í fimmta sætið samtals.
þar fast á eftir koma Hulda og Halldór Nánari úrslit má sjá hér
Eftir tvö kvöld af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs eru Árni Már Björnsson og Heimir Tryggvason efstir með 109,9 stig.
Boðið verður upp á tvímenning og miðnætursveitakepni föstudaginn 22. September. Spilamennska byrjar kl. 19:00 og spilað verður í húsnæði BSÍ , Síðumúla 37. Gert verður hlé og boðið upp á léttar veitingar um mitt kvöld.
Fyrsta spilakvöld vetrarins hjá Bridgerélagi Reykjavíkur var í kvöld. Eftir fyrsta kvöldið af þremur í Butlertvímenningi eru Guðmundur Skúlason og Sveinn Stefansson efstir með 54 impa í plus.
Ágæt þátttaka var á fyrsta móti BH í kvöld eða 8 borð, enginn náði þó 65% skori í kvöld :( en 2 pör voru jöfn í fyrsta sæti en það voru Óli Björn Gunnarsson - Hafþór Kristjánsson og Sigrún Þorvarðardóttir - Oddur Hannesson með 58,2 % skor aðrir með minna þau fá fritt að spila hjá okkur næst.
Jæja þá fer að líða að spilavetri hjá Bridgefélag Hafnarfjarðar Við ætlum að hefja leik mánudaginn 18.sept. á einskvölda tvímenningi kl 19.00 Keppnistjóri verður sá sami og stjórnar sumarbridge og miðvikudagsklúbbum sem eru 2 stærstu klúbbar á íslandi í dag.
Vetrarstarf Bridgefélags Kópavogs hófst í kvöld með fyrsta kvöldinu af þremur í Hausttvímenningi. Spilað var á sex borðum og einskis saknað nema Baldurs Bjartmarssonar heitins.
Vetrarstarf BR hefst þriðjudaginn 19. september með þriggja kvölda bötlertvímenningi. Spilað í Síðumúla 37 að vanda, kl. 19.
Vetrarstarf Bridgefélags Kópavogs hefst fimmtudaginn 14. september eftir frábært sumarfrí. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði en svo er það ykkar að mæta og setja skemmtilegan svip á starfið.
www.bridge.
Kæru félagar. Föstudaginn 30. júní kl. 19:00 ætlum við að eiga góða stund í Síðumúlanum í anda föstudagsbridge sem við spiluðum mörg árum saman.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar