Rangæingar -- Bara einhver

miðvikudagur, 6. desember 2017

Það er enginn bilbugur á okkur Rangæingum, enda komin ný ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hinna og þessara þátta, flestra óljósra og almennra.      Af því tilefni komum við Rangæingar saman sl. þriðjudag og fögnuðum með því að leika 4. umferð í Butlertvímenningi félagsins.    Annars er ríkisstjórnin ekki mjög breið, nema þá  einna helst á miðjunni.  Bjarni og enn síður Kata verða seint talin til breiðari

"Það er alveg sama við hvern ég spila, ég er það góður.  Mér dugar bara einhver, m.a.s. Eyþór"   Það var ekki Gölturinn grimmi sem sagði þetta um vin sinn Hérann, heldur Bjorn Dúason þegar hann leit yfir úrslit kvöldsins.   Þeir félagar urðu jú efstir þetta kvöld með 72 Impa.   Næstir inn urðu Sýslumannsfrúin Sigurður og Sigurjón herbergisþernan hans.  "Sagði mig frá þessum embættisverkum nýveriið, var orðinn hálfleiður á þessum eilfífðar teboðum.   Svo finnst mér heldur ekki gott að ganga á háum hælum" sagði Sýslumannsfrúin og fékk sér duglega í nefið um leið og hann týndi 42 Impa í handtöskuna og rétti Sigurjóni.    Þriðju í mark urðu eilífðarunglingarnir Elli og Kalli með 30 síunga Impa.

Úrslit og spil má sjá hér og stöðuna eftir 4 kvöld hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar