Briddsfélag Selfoss
laugardagur, 25. nóvember 2017
Aðaltvímenningur félagsins hófst síðastliðið fimmtudagskvöld með þátttöku 11 para. Tóku þeir Brynjólfur og Helgi forystuna eftir fyrsta kvöldið af þremur.
Á föstudagskvöld komu Hafnfirðingar í heimsókn á Selfoss þar sem spiluð var árleg bæjarkeppni þessara félaga. Til að gera langa sögu stutta þá sýndu heima menn mikla gestrisni og lauk keppninni með öruggum sigri Hafnfirðinga.