Að loknum 4 umferðum í aðalsveitakeppni félagsins er sveitin Óli-Þröstur-Siggi-Siggi efst með 49,05 stig, eftir að hafa sigrað Kristján-Sigga-Karl-Össur sem var efst eftir 2 umferðir.
Sl. þriðjudagskvöld komu einhverjir saman á Austurvelli og mótmæltu. Aðrir komu saman á Heimalandi en þar var engu mótmælt, þvert á móti glöddu menn sig við spil, þó ekki framsóknarvist.
Eftir annað kvöldið af þremur eru Stefán Vilhjálmsson og Hjalti Bergmann komnir yfir Stefán Sveinbjörnsson og Kristján Þorsteinsson en Allt um mótið má sjá hér
Hraðsveitakeppni er að hefjast hjá Bridgefélagi Kópavogs og stendur hún fimmtudagana 27 feb. 06 mars, 13 mars og 20 mars. Enn er opið fyrir skráningu en þær sveitir sem skráðar eru má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Að loknum 3 umferðum í aðalsveitakeppni félagsins er sveitin Óli-Þröstur-Siggi-Siggi orðin efst með 42,70 stig, eftir að hafa sigrað Kristján-Sigga-Karl-Össur sem var efst eftir 2 umferðir.
Aðalsveitakeppni á Suðurnesjum 2014 lauk á fimmtudagskvöldið. Úrslit má sjá hér Næst ætlum við að spila Aðaltvímenning 2014 og verða það 4 kvöld og í barometer fyrirkomulagi.
Sl. þriðjudagskvöld var 5. umferðin af 7 leikin í sveitakeppninni. Tvær efstu sveitirnar áttust við og reyndust Jóvarsmenn sterkari og höfðu Magríksliðið undir 13,13-6,87. Torfdísarliðar nýttu sér þau úrslit til að skjótast upp í 2. sætið eftir góðan sigur á Hallstínu.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni, sjá nánar um mótið hér
Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs lauk nú í kvöld þegar spilað var fjórða og síðasta kvöldið í keppninni. Þórður Björnsson og Jón Steinar Ingólfsson fengu hæsta skor kvöldsins en Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Börnsson náðu að halda efsta sætinu þrátt fyrir að ná aðeins níunda besta skori kvöldsins.
Því miður verður ekkert af því að Suðurlandsmótið í tvímenning verði spilað nú um helgina 22. - 23. febrúar. Af ýmsum ástæðum reyndist nausynlegt að fresta mótinu.
Þá er hafinn þriggja kvölda tvímenningur hjá B.A.
Reykjanesmótið í sveitakeppni fór fram nú um helgina og var keppt um sjö sæti í undanúrslitum Íslandsótsins auk Reykjanesmeistaratitils. Sveit GSE úr Hafnarfirði varð Reykjanesmeistari en í þeirri sveit spiluðu Friðþjófur Einarsson, Guðbrandur Sigurbergsson, Högni Friðþjófsson, Einar Sigurðsson og Jón Guðmar Jónsson.
Sveit Þorvaldar Pálmasonar Vesturlandsmeistari 2014, nánar hér
Að loknum 2 umferðum í aðalsveitakeppni félagsins er sveitin Kristján-Siggi-Kalli-Össur efst með 32,58 stig, í öðru sæti er sveitin Óli-Þröstur-Siggi-Siggi með 26,17 stig og í þriðja sæti er sveitin Höskuldur-Eyþór-Garðar-Rikki með 21,30 stig.
Vesturlandsmót í sveitakeppni verður haldið á Hótel Hamri helgina 15. og 16. febrúar. Keppni hefst klukkan 10:00 báða dagana, skráning hjá Ingimundi, zetorinn@visir.
Þá er kvöld 2 búið í Sveitarokki á Suðurnesjum og áttu Gunnar og Garðar Þór risa kvöld með 61 Impa og eru í þriðja sæti þegar eitt kvöld er eftir.
Árshátíð kvenna verður haldin á Grand Hotel laugardaginn 3.maí n.k. kl. 11:00 Sama verð og síðast eða kr. 6.
Þegar aðeins er eitt kvöld eftir af Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs hafa Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson tekið forystuna með 1,6 prósenta forskot á næstu pör.
Sl. þriðjudagskvöld komu menn og konur saman á Heimalandi en þá var 4. umferð af 7 í sveitakeppni félagsins leikin. Þeir eru vel ernir ernirnir og komu þeir félagar Örn og Birgir í mark með 2,94 impa skoraða þetta kvöld og gerðu þar með sitt til að lyfta sveit sinni Örlendi úr næst neðsta sæti í það fjórða í sveitakeppninni.
Reykjanesmótið í sveitakeppni fer fram um næstu helgi, 15-16 febrúar, og hefst spilamennska kl. 11:00 á laugardeginum. Spilastaður er Hraunsel, Flatahrauni 3 í Hafnafirði.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar