Nú þegar ein umferð er eftir af Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hefur Sveit Matthíasar Þorvaldssonar tryggt sér sigurinn með 190,10 stig og hefur 40 stiga forystu þegar aðeins eru 20 stig í pottinum.
Sl. þriðjudag kom saman hópur fríðleiksfólks úr Rangárþingi til að leika 4. umferð af 5 í BUTLER-keppni félagsins.
Aðalsveitakeppni BH byrjar í kvöld 1. desember. Fjöldi spilakvölda fer eftir þátttöku.
Þá er lokið þremur kvöldum af fjórum í aðaltvímenningi félagsins. Efstir þetta kvöld urðu þeir Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Vilhjálmsson, í hæla þeirra nörtuðu svo bræðurnir Anton og pétur.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar hefst í kvöld. Skráning á spilastað.
Þann 28.nóvember var hið stórskemmtilega jólamót Við Höfnina á Dalvík sem Gústi stendur fyrir. Mætingin var mjög góð eða 18 pör. Margir spilarar fóru út með fangið fullt af skinkum og konfekti en sigurvegarar urðu Stefán Sveinbjörnsson og Jón Tryggvi.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hélt áfram í gærkvöldi og er nú lokið 10 umferðum af 13. Sveit Matthíasar Þorvaldssonar er með 30 stiga forystu þegar aðeins eru 60 stig eftir í pottinum en keppnin um silfur- og bronsverðlaunin er æsispennandi.
Sl. þriðjudagskvöld komu framsóknarmenn og aðrir spilarar saman að Heimalandi til að leika 3ju umferð í 5 kvölda BUTLER-tvímenningi félagsins. Spiluð voru 28 spil með Monrad fyrirkomulagi og mættu 13 pör til leiks.
Unnar Atli Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir unnu 33 para tvímenning með 61,2% skor. Í 2. sæti voru Harpa Fold Ingólfsdóttir og Vignir Hauksson með 60.6% og í 3ja sæti voru Jón Viðar Jónmundsson og Þorvaldur Pálmason með 60%.
Sveit Sigurjóns Björnssonar vann 3ja kvölda Hraðsveitakeppni BH með +174 impa. Í 2. sæti varð sveit Drafnar Guðmundsdóttur með +119 impa og í 3ja sæti varð sveit Vestra með +107 impa.
Lokið er tveimur kvöldum af 4 í aðaltvímenningi félagsin. Efstir þetta kvöld urður þeir Höskuldur og Eyþór.
Eftir 8 umferðir af 13 í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er sveit Matthíasar Þorvaldssonar enn með forystuna. Öll úrslit má sjá hérna.
Spilað í kvöld í Síðumúla 37 kl. 19. Minnt er á að spilað alla fimmtudaga fram að jólum (nema 4. desember). Sjá einnig heimasíðuna á facebook, myndir ofl.
Sl. þriðjudag urðu fagnaðarfundir á Heimalandi, heimavelli okkar Rangæinga, þegar góðir gestir úr uppsveitum Árnessýslu komu í heimsókn. Í þessari árlegu sýslukeppni öttum við Rangæingar kappi við Hrunamenn í sveitakeppni og sendi hvort félag 6 sveitir til leiks.
Aðaltvímenningur félagsins hófs fimmtudaginn 13.nóv, eftir eitt kvöld af fjórum eru þeir Karl og Össur efstir með 61% skor. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudag og hægt er að bæta við spilurum.
Eftir sex umferðir af 13 í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hefur sveit Matthíasar Þorvaldssonar tekið forystu með 95,32 stig. Næstu sveitir eru í nokkuð þéttum pakka.
Spilað var á 7 borðum fimmtudaginn 13. nóvember. Rúna Hilmarsdóttir og Arnbjörg Ísleifsdóttir sigruðu á góðum endaspretti. Öll úrslit og spil hér: http://bridge.
Sl. þriðjudagskvöld var leikin 2. umferð í 5-kvölda BUTLER -tvímenningi félagsins. 13 pör mættu til leiks og að afloknum yfirlestri úr prakkarastrikabók spilastjóra hófst spilamennska, 28 spil með Mondrad fyrirkomulagi.
Skemmtileg Hraðsveitakeppni B.A. kláraðist í kvöld og það urðu sviftingar á toppnum þegar sveit Frímanns Stefánssonar komst yfir sveit Péturs og endaði með tveggja vinningsstiga forskot.
Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson sigruðu í 2ja kvölda Madeiratvímenningi BH en þau skoruðu 58 impa fyrra kvöldið. Fyrirkomulagið var bötlertvímenningur og betra skorið gilti.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar