Rangæingar -- Skriðþungir og þéttir....á velli!

miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Sl. þriðjudagskvöld var leikin 2. umferð í 5-kvölda BUTLER -tvímenningi félagsins.   13 pör mættu til leiks og að afloknum yfirlestri úr prakkarastrikabók spilastjóra hófst spilamennska, 28 spil með Mondrad fyrirkomulagi.    Þau gleðilegu tíðindi urðu að athafnamennirnir Sigurður og Torfi urðu aftur efstir og virðast nú komnir á skrið.  Þeir heiðursmenn, þéttir í lund en þó þéttari á velli, spiluðu óvenju vel og báru höfuð og herðar yfir flesta aðra í salnum, enda báðir hávaxnir og í þykkbotna skóm.    Þessir fríðleiksmenn komu í mark með 265 Impa (Imps-across the field) í farteskinu.   Næst í mark kom svo hún Silla okkar með hann Eirík sinn óðalsbónda sér við hönd.  Þau skiluðu 155 impum í búið en þriðju í mark urðu þeir Bjössi á mjólkurbílnum og Eyþór á langferðabílnum með 74,7 impa.

Úrslit og spil kvöldsins má sjá hér    en stöðuna í Butlernum eftir 2 kvöld af 5 hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar