30. október var spilaður Barómeter. Prestarnir, Halldór og Kristján, með prestasjónið sitt að vopni unnu næsta öruggan sigur með 65,7% skor en þeir prestakallar hafa farið mikinn á haustdögum og eru strax komnir með þægilega forystu í Meistarakeppni félagsins.
Sveit Chile hefur nauma forystu eftir 2 kvöld af 8 í Þriggja Frakka hjá BR. Lítill munur er á efstu sveitum.
Þröstur Árnason og Guðjón Einarsson eru efstir eftir 1. kvöldið af þremur í butlertvímenningi sem hófst fimmtudagskvöldið 25.okt. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudag.
Síðasta kvöldið í þriggja kvölda Butler-tvímenningi var spilað í kvöld. Baldur Bjartmarsson og Sigurjón Karlsson urðu efstir með +45 impa sem dugði þeim í annað sætið í heildina.
Hraðsveitakeppni Austurlands var háð á Reyðarfirði 7. október með þáttöku 6 sveita. Efstar urðu: 1. Slökkvitækjaþjónustan með 777 stig. 2. Tarot með 774 stig.
Suðurlandsmótið í Einmenning 2012 verður haldið föstudaginn 9. nóvember nk. í Tryggvaskála á Selfossi kl. 18:00. Spiluð verða 42-45 spil og lýkur spilamennsku um miðnættið.
Haustsveitakeppni BR - Þrír frakkar, byrjaði með látum. 18 sveitir mættu til leiks og eru spilaðir 3 leikir á kvöldi með 10 spilum í hverjum leik.
Það eru Pétur Guðjónsson og félagar í sveit Young boys sem eiga langbesta startið og eru komnir með vænt forskot. Enn eru þó tvö kvöld eftir. Með honum spila Stefán Ragnarsson, Jónas Róbertsson og Sveinn Pálsson.
Sveit HHSK er efst með +83 impa að loknu fyrra kvöldinu í Hraðsveitakeppni félagsins. Í 2. sæti er sveit Miðvikudagsklúbbsins með +45 impa og í 3. sæti er sveit Stefáns Jónssonar með +34 impa.
Brynjólfur og Helgi/Sigurður Skagfjörð sigðruðu fyrsta tvímenning vetrarins með talsverðum yfirburður. Næsta mót félagsins er þriggja kvölda butlertvímenningur og hvetjum við sem flesta til að mæta.
Björn Jónsson og Þórður Jónsson héldu forystunni í butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs en annað kvöldið af þremur var spilað í kvöld. Þórir Sigursteinsson og Björn Halldórsson koma næstir en þeir hafa góða forystu á Baldur Bjartmarsson og Sigurjón Karlsson sem náðu besta skori kvöldsins.
Úrslitin má nálgast hér
Miklar sviftingar urðu á toppnum síðasta kvöldið og Greifameistarar urðu að lokum Pétur Gíslason og Björn Þorláksson.
Sveit Lögfræðistofu Íslands sigraði hraðsveitakeppni BR 2012. Sveit Garðs Apóteks kom fast á eftir og veitti harða keppmi að fyrsta sætinu. Í sveit Lögfræðistofu Íslands spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson og Steinar Jónsson.
Halldór Svanbergsson og Sigurður Steingrímsson unnu 3ja kvölda Gamla vínhús tvímenning BH 2012. Þeir leiddu meira og minna allt kvöldið og stóðu uppi sigurvegarar með +130,6 stig.
Fyrirkomulagi Suðurgaðsmótsins var breytt vegna lélegrar þátttöku fyrsta kvöldið. Þannig að nú er þetta bara tveggja kvölda mót þar sem bæði kvöldin telja.
Þriggja kvölda Butler-tvímenningur hófst hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Björn Jónsson og Jón Ingi Björnsson (sem leisti Þórð Jónsson af) urðu efstir og hafa 6 impa forystu á þá Björn Halldórsson og Þórir Sigursteinsson koma æstir.
Halldór og Kristján sigruðu með 70% skori á öðru spilakvöldi Rangæinga Nánar um spil og úrslit hér
Eftir annað kvöld af þremur, hefur sveit Lögfræðistofu Íslands þægilega forystu fyrir lokakvöldið.
Sveinn og Jónas gefa í á toppnum en ekkert ræðst fyrr en síðasta kvöldið.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar