Lokamót Sumarbridge - Silfurstigamót fer fram í Síðumúla 37 í kvöld og byrjar kl. 18:00lokamót-sumarbridge.
Í opna flokknum gerðu Danir sér lítið fyrir og unnu Svía í mjög spennandi leik. Í honum undanúrslitaleiknum unnu USA1 Belga mjög örugglega. Það verða því USA1 og Danmörk sem spila til úrslita næstu 2 daga.
Nú eru búnar 4 lotur af 8 í undanúrslitum í opna flokknum í Herning. Svíar leiða gegn Dönum 120-96 og USA1 er yfir gegn Belgum 125-67. Leikur Dana og Svía er sérstaklega skemmtilegur fyrir það leiti að um mjög ólík lið er að ræða.
Nú er lokið átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Danmörku. Í opna flokknum unnu Danir USA2 örugglega, Svíar unnu ríkjandi heimsmeistara Sviss, USA1 unnu Englendinga og Belgar gerðu sér lítið fyrir og unnu Ítali.
Þegar þrjár umferðir eru eftir í opna flokknum áður en fjórðungsúrslitin byrja er mikil spenna um hvaða lið komast áfram. Ítalía er áfram efst þrátt fyrir erfiðan dag og 23 stig í síðustu þremur leikjunum.
Það verður ekki föst viðvera á skrifstofu fyrstu þrjár vikurnar í júlí. Það verður þó starfssemi í húsinu eins og vanalega. Hægt er að senda póst á Matthias@bridge.
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram á Ólafsfirði laugardaginn 28. júní. Spilað er í félagsheimilinu Tjarnarborg og er tímaplanið hér að neðan. Byrjað 10:00 og lýkur um 18:30umfí-50-2025.
Stjórnarfundur18.6.
það er búið að vera bilun hjá Sýn varðandi símann í BSI. Fyrst datt línan alveg út og núna hefur ekki verið hægt að hringja í símann. Vonandi fer þetta að detta inn, en þetta hefur verið mjög bagalegt.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar