Þriðja og síðasta kvöldið í Impamóti Bakarameistarans var spilað í kvöld. Friðjón Þórhallsson og Hjálmar S Pálsson sigruðu nokkuð örugglega með 78,2 impa í plús.
RAUNSTAÐA
Nú hallar í vor og Rangæingar sem á mölinni búa því farnir að svipast um eftir stuttbuxunum og reyna að dusta það mesta úr þeim fyrir komandi sólardaga.
Mikil spenna var í lokaumferðum í kauphallartvímenningi BR og Fish Restaurant Reykjavík. Stefán Jóhannsson og Kjartan Ásmundsson stóðu uppi sem sigurvegarar en Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson voru skammt undan.
Annað kvöldið af þremur í Impamóti Bakarameistarans var spilað hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Bræðurnir Gísli og Heimir Tryggvasynir tóku forystuna eins og sjá má hér.
Þrátt fyrir nokkurn óróleika í samfélaginu hertum við Rangæingar okkur í að koma saman að Heimalandi sl. þriðjudagskvöld til að leika 4. umferð af 5 í Samverkstvímenningnum.
HSK-mótið í sveitakepni 2016 fór fram laugardaginn 02 apríl með þáttöku 10 sveita. HSK meistarar urðu sveit Tryggingamiðstöðvarinnar á Selfossi með aðeins þremur stigum meira en næsta sveit.
Björn og Helgi Grétar unnu íslandsbanka tvímenning félagsins þetta árið. Ekki verður spilað næstkomandi fimmtudag en síðasta spilakvöld félagsins verður fimmtudaginn 14.apríl og verður spilaður einskvöldstvímenningur.
Raunstaða Lokastaða og öll spil
Sl. þriðjudag lékum við Rangæingar 3ju umferð af 5 í Samverkstvímenningnum. Til leiks að Heimalandi mættu 14 pör og léku 28 spil. Lengi kvölds sátu strákurinn og stelpan í efsta sæti en svo gerðu fleiri tilkall til toppsætins, komu þangað og fóru svo jafnharðan þaðan aftur.
Bridgemót Erlu Sigurjónsdóttur 1.apríl sjá nánar hér Skráning - Búið er að loka fyrir skráningu Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson Anna Ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir Bernódus Kristinsson - Ingvaldur Gústafsson Anna G.
Sl. þriðjudag komum við Rangæingar saman til að leika okkar árlega páskaeggjabarómeter. Til leiks mættu 13 pör og leikinn var Monrad - barometer, 28 spil.
Fjögurra kvölda Kauphallartvímenningur að byrja hjá BR í kvöld! Fyrirkomulagið er imps across the field, sem sagt impar yfir engið! Allir að mæta í þetta skemmtilega mót!
Pálmasunnudags-Monrad Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins var spilaður í kvöld. Öll úrslit hér.
Sl. þirðjudag settumst við Rangæingar að spilum á Heimalandi og lékum 2. umferð í Samverkstvímenningnum. Eins og menn muna voru veitt vegleg bjórverðlaun í 1. umferðinni, viku fyrr.
Haldið var áfram með íslandsbankatvímenninginn, þegar lokið er 2 kvöldum af 3 eru Björn og Helgi Grétar efstir. Fast á hæla þeirra eru þeir Össur og Karl.
Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í kvöld með sigri sveitar Sverris Sterka sem komst uppfyrir Binga og feðgana á lokakvöldinu. Öll úrslit og spilagjafir.
HSK-mótið í sveitakeppni 2016 verður haldið laugardaginn 2. apríl 2016 í Félagsheimilinu á Flúðum. Spilamennska hefst kl. 11 og verður lokið fyrir kvöldmat.
Aðalsveitakeppni BR 2016, var að þessu sinni kennd við hinn góða veitingastað "Þrír Frakkar". Þeir voru svo elskulegir að gefa góð verðlaun og kann BR þeim hinar bestu þakkir fyrir.
Tveir einskvölda páskatvímenningar næstu tvö mánudagskvöld. Skemmtum okkur í góðra vina hópi. Stjórnin.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar