Annað kvöldið af þremur í Janúarmonrad Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Besta skori kvöldsins náðu Jón Steinar Ingólfsson og Helgi Viborg með 62,5% en efstir samanlagt eru Bergur Reynisson og Sigurjón Harðarson með 115,8 samanlagða prósentu.
Sl. þriðjudag hófst sveitakeppni í Rangárþingi. Til leiks mættu 6 sveitir. Spilastjóri raðar pörum saman í sveitir eftir hávísindalegum, þrautreyndum og ISO-vottuðum aðferðum.
Fyrsta kvöldið af þremur í Patton-sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Grant Thornton og Doktorinn eru í tveimur efstu sætum með 12-13 stigum meira næstu sveitir.
Sjá nánri úrslit
Næsta á dagskrá hjá Bridgefélagi Reykjavíkur er svokölluð Patton-sveitakeppni, þriggja kvölda. Þá er bæði venjulegur impasamanburður og síðan eru gefin 2 stig fyrir hvert spil sen önnur sveitin hefur betur í eða 1 stig á hvora sveit ef spilið fellur.
Að venju hófum við Rangæingar nýtt almanksár með því að leika TOPP16 einmenninginn. Þar kom því saman rjómi Rangæskra spilara. Þarna eru vissulega vænir sauðir innan um og þegar litið er yfir hópinn gæti einhver í ógáti ályktað sem svo að þessi hópur hafi fremur drukkið mikinn rjóma í gegnum tíðina en vera rjómi andlegs atgervis í Rangárþingi.
Helgina 25 og 26.janúar 2020 verður Suðurlandsmótið í sveitakeppni spilað verður í Hvolnum Hvolsvelli Nánari upplýsingar í s. 897-4766. Byrjað er að spila kl.
Þórður og Gísli eru efstir eftir eitt kvöld af þremur í butlertvímenningi.
Fyrsta kvöldið af þremur í Janúar-Monrad Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld.
Reykjanesmót í sveitakeppni 2020 haldið helgina 15-16 febrúar í Hafnarfirði Skráning Sjá skráningu
Miðvikudagsklúbburinn hóf nýtt ár með því að setja glæsilegt aðsóknarmet. 52 pör mættu og skemmtu sér við að spila skemmtilegasta spil í heimi.
Hið frestaða lokakvöld í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Ein sveit datt út og því voru 10 sveitir sem spiluðu. Sveit Grant Thornton sigraði með 1760 stig, en Málning kom næst með 1750 stig.
sjá dagskrá http://www.bridge.
Skipstjórarnir gerðu góðan túr á HSK mót og fiskuðu vel, aflinn var 61,7% næstir í mark voru Billi og Helgi. Næsta mót Briddsfélags Selfoss er þriggjakvölda butler tvímenningur.
Bridgefélag Kópavogs byrjar aftur starfsemi sína eftir hátíðahlé með fjögurra kvölda Monradtvímenningi þar sem þrjú bestu gilda. Allir velkomnir og ekki bindandi mæting.
Jólamót Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. 64 pör mættu og áttu skemmtilega kvöldstund og spiluðu 44 spil. Sigurvegarar urðu Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson með 1636 stig, sem gerir slétt 60% skor.
Fimmtudaginn 2. janúar fer fram HSK mót í tvímenning. Spiluð verða 40 spil og hefst spilamennska kl 18:00. Spilað verður í Selinu á Íþróttavelli. Lokað verður fyrir skráningu 1.janúar kl 20:00 Ef þáttaka verður mjög góð munum við flytja mótið í stærri sal.
Jólamót Bridgefélags Rangæinga var haldið í Hvolnum á Hvolsvelli þann 28. desember. Til leiks mættu 16 pör og spiluð voru 44 spil. Hart var barist sem fyrrum hér í Rangárþingi en það fór eins fyrir okkur heimamönnum og Gunnari og Njáli forðum.
Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar og Regins var spilað í kvöld. Eiríkur Jónsson og Kjartan Ásmundsson sigruðu með 2155 stig, 21 stigi meira en Snorri Karlsson og Sverrir G Kristinsson.
Jólamót Bridgefélags Rangæinga verður haldið laugardaginn 28. desember í Hvolnum á Hvolsvelli.
Spilamennska hefst kl.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar