Rangæingar -- Alþjóðlegi meistarinn

miðvikudagur, 11. mars 2020

Sl. þriðjudag var komið að langþráðri 3ju umferð í Samverkstvímenningnum.   11 pör mættu á Heimaland.

Hlutaskarpastir, enda bráðskarpir menn, urðu Sigurður og Þórður.  Kom ekkert endilega á óvart, enda Þórður nýbakaður alþjóðlegur meistari.    Kom heim hlaðinn vegtyllum, lofi og verðlaunum frá Færeyjum, sem hann hafði aflað sér á alþjóðlegu móti sem þarlendir héldu um síðustu helgi.    Þeir skipstjórinn náðu 62,1% skori.  "Gott skor og hefði dugað til vinnings í Færeyjum en þá væri ég líka orðinn stórmeistari.  Jæja, tek þetta næst" sagði bílstjórinn kampakátur.  "Annars var þetta mjög sterkt mót sem sést best á því að það urðu tvö pör ofar en við Gísli".

Næst ber að nefna fisksalana fótnettu.  Þeir náu 58,8% skori, þrátt fyrir að hafa ekki verið á neinu heimshornaflakki, utan að skjótast á Selfoss eitt síðdegi í fyrravor.

Þriðju í mark komu formaðurinn og Tottenhamtröllið með  57,9% skor, sem er talsvert meira skor en Tottenham sjálft aflaði þetta sama kvöld en svo skemmtilega vill til að Tottenham féll úr Meistaradeildinni þetta sama kvöld.

Úrslit og spil má sjá hér og stöðuna í Samverkstvímenningnum eftir 3 kvöld hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar